Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 16
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5800
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar,
rekstrarfélags DV, var aukið um 90
milljónir króna fyrr í mánuðinum
og nemur nú alls 120,5 milljónum
króna.
„Þetta er eitthvað sem var alltaf
stefnt að. Að það þurfti að auka
hlutafé og lækka skuldirnar,“ segir
Sigurður G. Guðjónsson, hæsta-
réttarlögmaður og eigandi Frjálsr-
ar fjölmiðlunar, í samtali við
Markaðinn. Aðspurður segir
hann félagið áfram vera
í sinni eigu í gegnum
eignarhaldsfélagið
Dalsdal.
Þetta er í annað
sinn á árinu sem
hlutafé Frjálsrar
fjölmiðlunar er
aukið en Við-
s k i p t a b l a ð i ð
greindi frá fyrri
hlutafjáraukningunni,
þegar 30 milljónir króna
voru lagðar í félagið, í
febrúar síðastliðnum.
Frjáls fjölmiðlun hóf sem kunnugt
er rekstur í september í fyrra þegar
félagið keypti fjölmiðla Pressu-
samstæðunnar, til að mynda DV,
Pressuna, Eyjuna, Bleikt og 433.
is. Samkvæmt ársreikningi
félagsins nam tap þess 43,6
milljónum króna á þeim
fjórum mánuðum sem það
var starfandi á síðasta ári.
Í lok ársins átti félag-
ið eignir upp á tæpar 529
milljónir króna, þar af
óefnislegar eignir að
virði 470 milljónir
króna, en skuldirnar
voru á sama tíma
542 milljónir króna.
Stærsta skuldin er við
eigandann, Dalsdal,
upp á 425 milljónir
króna sem á sam-
kvæmt ársreikningn-
um að greiðast til baka
á næstu fjórum árum,
85 milljónir króna á
ári. Eigið fé Frjálsrar
fjölmiðlunar var því
neikvætt um ríflega 13
milljónir króna í lok
síðasta árs. – kij
Hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar
aukið um 90 milljónir króna
Frjáls fjölmiðlun rekur meðal annars DV. Fréttablaðið/anton brink
Sigurður G. Guðjóns-
son, eigandi Frjálsrar
fjölmiðlunar.
Lyf og heilsa gerir margvíslegar
athugasemdir við rannsókn Sam-
keppniseftirlitsins á samrunamáli
apótekakeðjunnar og Apóteks MOS
í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnis-
skylda, rannsóknarregla og jafnræðis-
regla stjórnsýslulaga hafi verið fótum
troðnar. Áskilur keðjan sér sérstak-
lega rétt til þess að hafa uppi skaða-
bætur vegna þess tjóns sem hún telur
að málsmeðferðin hafi leitt til.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í bréfi sem stjórnendur Lyfja
og heilsu skrifuðu Samkeppniseftir-
litinu 11. október síðastliðinn. Eftir-
litið ógilti sem kunnugt er kaupin í
síðustu viku en það var niðurstaða
þess að samruni umræddra apóteka
myndi valda viðskiptavinum þeirra
verulegu samkeppnislegu tjóni. Telja
má víst að ákvörðunin verði kærð til
áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Í bréfaskriftum Lyfja og heilsu og
Samkeppniseftirlitsins kemur meðal
annars fram að apótekakeðjan telji
einsýnt að rannsókn málsins hafi
ráðist af fyrirfram mótaðri afstöðu
eftirlitsins til kaupanna, þar sem
gögn sem ekki henti málatilbúnaði
þess hafi verið hunsuð.
„Lyf og heilsa telur ljóst að frum-
mat Samkeppniseftirlitsins byggi
á rannsókn þar sem vísvitandi hafi
verið litið fram hjá raungögnum sem
félagið hafi þó ítrekað vakið athygli
á. Telji félagið liggja í augum uppi að
væri hlutlægni gætt við rannsóknina,
blasi það við að samruninn sé ekki
til þess fallinn að raska samkeppni,“
segir í bréfi Lyfja og heilsu.
Stjórnendur Apóteks MOS eru
jafnframt ósáttir við framgöngu Sam-
keppniseftirlitsins og segja í bréfi
til eftirlitsins að „meðferð málsins
virðist án fordæma sé litið til ann-
arra samrunamála sem Samkeppnis-
eftirlitið hefur haft til meðferðar og
úrskurðað í nýlega“.
Í bréfi Apóteks MOS er jafnframt
rakið að eigandi apóteksins sé kom-
inn á eftirlaunaaldur og eigi eftir þrjú
ár af starfsaldri sínum sem lyfsölu-
leyfishafi.
Til þess að liðka fyrir kaupunum
lagði Lyf og heilsa til að Apótek MOS
yrði rekið í svo til óbreyttri mynd
til tveggja ára en Samkeppniseftir-
litið taldi sáttatillöguna ekki duga til
þess að eyða samkeppnishamlandi
áhrifum kaupanna. – kij
Telja rannsókn Samkeppniseftirlitsins ólögmæta
Samkeppniseftirlitið ógilti í síðustu viku kaup apótekakeðjunnar lyfja og
heilsu á opnu ehf. sem rekur apótek MoS í Mosfellsbæ. Fréttablaðið/Hanna
meðferð málsins
virðist án fordæma
sé litið til annarra samruna-
mála sem Samkeppniseftir-
litið hefur úrskurðað í
nýlega.
Úr bréfi Apóteks MOS
til Samkeppniseftirlitsins
2x15
Grandland X Enjoy 1,2L MT 130ha. Verð: 3.990.000 kr.
Tilboðsverð:
3.790.000 kr.
Nýr Opel
GRANDLAND
Opel Grandland X er rúmgóður sportjepplingur
á frábæru verði þar sem þægindi, hátækni
og lúxus er staðalbúnaður.
Aðeins örfá eintök eftir á þessu einstaka
tilboðsverði. Tryggðu þér Opel Grandland X
áður en verð á nýjum bílum hækkar.
Kynntu þér Opel Grandland X og bókaðu
reynsluakstur á grandland.opel.is
Þýsk gæði
Þýsk hagkvæmni
Þýsk hönnun
Kanadíska orkufyrirtækið Innergex hefur ákveðið að bjóða til sölu tæplega 54 prósenta eignarhlut sinn í HS Orku. Formlegt
söluferli hófst um miðjan þennan
mánuð, samkvæmt heimildum
Markaðarins, en gróflega áætlað gæti
virði hlutarins verið í kringum þrjátíu
milljarðar króna. Á meðal eigna fyrir-
tækisins er 30 prósenta hlutur í Bláa
lóninu.
Innergex eignaðist hlutinn í HS
Orku í byrjun þessa árs þegar það
gekk frá kaupum á öllu hlutafé kan-
adíska orkufélagsins Alterra. HS Orka
er þriðji stærsti raforkuframleiðandi
landsins og jafnframt eina orkufyrir-
tækið á Íslandi sem er í eigu einka-
fjárfesta.
Fram kemur í fjárfestakynningu
vegna söluferlisins, sem Markaðurinn
hefur undir höndum og ber heitið
Project Thor, að áætlaður hagnaður
HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir
og skatta (EBITDA) á árinu 2019 sé 31
milljón Bandaríkjadala, jafnvirði um
3,7 milljarða króna. Gert er ráð fyrir
að EBITDA félagsins muni hins vegar
nærri tvöfaldast og verða um 60 millj-
ónir dala á árinu 2023.
Ráðgjafar Innergex í söluferlinu
eru kanadíski bankinn Bank of Mont-
real og íslenska ráðgjafarfyrirtækið
Stöplar Advisory, en framkvæmda-
stjóri og annar eigandi þess er Jón
Óttar Birgisson.
Aðrir hluthafar HS Orku eru sam-
lagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í
eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða,
með 33,4 prósenta hlut og fagfjár-
festasjóðurinn ORK með 12,7 pró-
senta hlut. Svissneska fjárfestingar-
félagið DC Renewable Energy gekk
frá kaupum á hlut ORK í byrjun
þessa mánaðar en kaupin eru hins
vegar ekki frágengin þar sem enn er
beðið eftir því hvort stjórn Jarðvarma
muni nýta sér forkaupsrétt sinn að
hlutnum.
DC Renewable Energy AG er í eigu
Bretans Edmunds Truell sem hefur
lengi unnið að því að koma á sæstreng
á milli Íslands og Bretlands. Breskt
systurfélag þess er Atlantic SuperCon-
nection sem hefur síðustu ár unnið að
fjölmörgum greiningum á fýsileika
þess að leggja sæstreng á milli Íslands
og Bretlands. Samkvæmt heimildum
Markaðarins hefur svissneska fjárfest-
ingafélagið áhuga á að bæta enn frekar
við hlut sinn í HS Orku og kaupa rúm-
lega helmingshlut Innergex í félaginu.
Sem væntanlegur hluthafi í HS Orku
mun félagið hafa forkaupsrétt að
þeim hlut komi til þess að hann verði
seldur en samkvæmt samþykktum HS
Orku hafa hluthafar, að félaginu sjálfu
frágengnu, forkaupsrétt að hlutum í
fyrirtækinu við eigendaskipti í hlut-
falli við hlutafjáreign sína.
Á meðal eigna HS Orku er sem
fyrr segir 30 prósenta hlutur í Bláa
lóninu en í fjárfestakynningunni
kemur fram að gert sé ráð fyrir 1,4
milljónum gesta í lónið á árinu 2019
og að þeir muni greiða að meðal-
tali um 52 evrur, jafnvirði um sjö
þúsund króna á núverandi gengi,
hver í aðgangseyri. Eignarhlutur
fyrirtækisins í Bláa lóninu var settur
í söluferli um miðjan maí á síðasta
ári og var það sjóður í stýringu Black-
stone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs
heims, sem átti hæsta tilboðið, eða
um 11 milljarða króna. Ekkert varð
hins vegar af sölunni eftir að stjórn
Jarðvarma ákvað að beita neitunar-
valdi sínu, á grundvelli hluthafasam-
komulags um minnihlutavernd, og
hafna tilboðinu.
Hagnaður HS Orku, sem á og rekur
orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi,
í fyrra nam 4.588 milljónum króna
og jókst um liðlega 1.500 milljónir á
milli ára. Þá jukust rekstrartekjur um
430 milljónir og voru rúmlega 7.530
milljónir á árinu 2017. Heildareignir
HS Orku námu 48,4 milljörðum í árs-
lok 2017 og eigið fé félagsins var um
35,5 milljarðar. hordur@frettabladid.is
Tugmilljarða hlutur
í HS Orku til sölu
Kanadíska orkufyrirtækið Innergex kannar nú sölu á 53,9 prósenta hlut sínum í
HS Orku. Formlegt söluferli hófst fyrr í þessum mánuði. Á meðal eigna HS Orku
er 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu. BMO og Stöplar hafa umsjón með sölunni.
HS orka á og rekur orkuver í Svartsengi og á reykjanesi.
60
milljónir Bandaríkjadala
er áætlað að HS Orka skili í
EBiTDa árið 2023.
2 4 . o K t ó b e r 2 0 1 8 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
6
-E
8
2
0
2
1
2
6
-E
6
E
4
2
1
2
6
-E
5
A
8
2
1
2
6
-E
4
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K