Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 6
HÚSNÆÐI
FYRIR ALLA
Húsnæðisþing verður haldið þriðjudaginn
30. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica
við Suðurlandsbraut frá kl. 10:00–16:30.
Skráning han á ils.is/hus2018
Nú er
...líka orðinn léttur
Engin Helmingsfækkun Engin drykkja
Krabbamein neysla áfengis sem drekka í hófi í óhófi
Ristill 52 20 5
Brjóst eftir tíðahvörf 238 14 0
Munnur og kok 97 12 6
Lifur 5 1 2
Barki 5 3 1
Vélinda 53 5 2
Alls 452 55 16
Heimild: Anderson, et al.
✿ Krabbamein sem hægt er að forðast til 2045 á Íslandi
Sviðsmyndir áfengisneyslu
✿ Fjöldi krabbameina sem hægt er að forðast
2016 til 2045
90.00045.000
82.800
12.082
21.579
28.579
Engin neysla áfengis
9% sem drekka hóflega, 1% í óhófi
Helmingsfækkun sem drekka í hófi
Engin drykkja í óhófi
H E i l b r i g ð i s m á l Fæ k k a m á
krabbameins tilfellum á Norður
löndum um tæplega 83.000 á 30 ára
tímabili með því að hætta alfarið
áfengisneyslu. Helmingun hóflegrar
drykkju áfengis hefði jafnframt í för
með sér verulega fækkun tilfella, eða
í kringum 21.000, á tímabilinu.
„Núverandi áfengisneysla veldur
gríðarlegum fjölda krabbameins
tilfella,“ segir Laufey Tryggvadóttir,
faraldsfræðingur hjá Krabba
meinsfélaginu og prófessor við
læknadeild Háskóla Íslands. „Þetta
eru tilfelli sem ekki hefðu orðið ef
enginn væri að neyta áfengis.“
Laufey er einn af höfundum
nýrrar rannsóknar þar sem fjöldi
krabbameina til ársins 2045 var
kannaður út frá mismunandi sviðs
myndum áfengisneyslu. Rannsókn
in verður birt í European Journal of
Oncology, fagriti Evrópsku krabba
meinssamtakanna, í nóvember.
Þó svo að sú sviðsmynd þar sem
gert er ráð fyrir engri neyslu áfengis
sé áberandi jákvæðust þegar kemur
að fækkun krabbameinstilfella, þá
kýs Laufey að einblína á raunhæfari
sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir
minni og hóflegri drykkju.
„Það er óraunsætt markmið að
hætta alfarið áfengisneyslu, en um
leið er það ágætt að vera meðvituð
um að áfengi veldur krabbamein
um,“ segir Laufey.
Meðhöfundar Laufeyjar eru vís
indamenn við Karólínsku stofnun
ina í Svíþjóð, Tampereháskóla í
Finnlandi, Háskólann í Tromsø og
dönsku krabbameinssamtökin.
Hópurinn horfði til sex mismun
andi tegunda krabbameina í rann
sókn sinni sem öll eru tengd áfengis
neyslu og lýðfræðilegra rannsókna á
drykkjumenningu landanna fimm.
Tímabilið sem um ræðir er frá árinu
2016 til 2045.
Sviðsmyndirnar taka meðal ann
ars til þess að neysla áfengis verði
engin, að hún helmingist hjá þeim
sem nú þegar drekka 1 til 4 glös á
dag og að enn meiri drykkja verði
engin. Engin áfengisneysla myndi
leiða til fækkunar sem nemur tæp
lega 83.000 krabbameinstilfellum,
50 prósenta fækkun þeirra sem
drekka 1 til 4 glös mun leiða til rúm
Færri krabbamein með
minni áfengisneyslu
Fækka má krabbameinstilfellum um tugi þúsunda á næstu 30 árum með því að
draga úr neyslu áfengis samkvæmt nýrri rannsókn. Einn af höfundunum segir
niðurstöðurnar mikilvægt innlegg í umræðuna um aðgengi að áfengi.
lega 21.500 færri krabbameina og
engin óhóflega drykkja mun fækka
tilfellum um rúmlega 12.000.
Samkvæmt niðurstöðum rann
sóknarinnar myndi útrýming
áfengisneyslu fækka tilfellum
krabbameins á Íslandi á tímabilinu
um 452 en það að draga úr neyslu
þeirra sem drekka 1 til 4 glös á dag
mun fækka þeim um 55.
„Það er alveg klárt að ef áfengis
neysla eykst þá munu fleiri fá
krabbamein,“ segir Laufey, aðspurð
um hvernig beri að túlka niður
stöðurnar. „Að mínu viti eru þetta
gagnlegar upplýsingar, sérstak
lega núna þegar aðgengi að áfengi
er í umræðunni. Stjórnvöld verða
að horfast í augu við þetta. Aukið
aðgengi eykur neyslu . Það á ekki að
auka hana, heldur frekar að reyna
að hafa hemil á henni.“
Í niðurlagi rannsóknarinnar
benda höfundarnir á að nýta megi
niðurstöðurnar til að efla frekar for
varnir. „Þetta er einkar mikilvægt,“
segja þeir. „Þá sérstaklega í ljósi þess
að tengsl áfengisneyslu og krabba
meins eru ekki vel þekkt meðal
almennings. Til dæmis kannast 70
prósent Bandaríkjamanna ekki við
þessi tengsl og aðeins 20 prósent
Dana nefna krabbamein aðspurðir
um sjúkdóma sem tengjast neyslu
áfengis.“
kjartanh@frettabladid.is
Rannsóknir sýna skýr tengsl á milli nokkurra tegunda krabbameins og áfengisneyslu. NoRdicpHotos/Getty
Það er alveg klárt að
ef áfengisneysla
eykst þá munu fleiri fá
krabbamein.
Laufey Tryggva-
dóttir, prófessor
og faraldsfræð-
ingur hjá Krabba-
meinsfélaginu
FÉlAgsmál „Sterkari saman“ er
yfirskrift 43. þings ASÍ sem verður
sett í dag en þingið stendur fram á
föstudag. Fimm meginefni verða
til umfjöllunar á þinginu en það
eru tekjuskipting og jöfnuður, jafn
vægi atvinnuþátttöku og einkalífs,
tækniþróun og skipulag vinnunnar,
heilbrigðisþjónusta og velferðar
þjónusta og húsnæðismál.
Á föstudaginn verða afgreiddar
tillögur og kosið í embætti ASÍ en
ljóst er að nýr forseti verður kjör
inn. Tveir hafa lýst yfir framboði í
embætti forseta, þau Drífa Snædal,
framkvæmdastjóri Starfsgreinasam
bandsins, og Sverrir Már Albertsson,
framkvæmdastjóri AFLs.
Þá hafa þrír boðað framboð í
embætti varaforseta ASÍ. Ragnar
Þór Ingólfsson, formaður VR,
sækist eftir embætti 1. varaforseta,
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, embætti
2. varaforseta og Kristján Þórður
Snæbjarnarson, formaður Rafiðn
aðarsambandsins, sækist eftir öðru
hvoru embættinu. – sar
Tímamótaþing ASÍ hefst
Gylfi Arnbjörnsson hættir sem forseti AsÍ á föstudag. FRÉttABLAÐiÐ/ViLHeLm
2 4 . o K t ó b E r 2 0 1 8 m i ð V i K U D A g U r6 F r É t t i r ∙ F r É t t A b l A ð i ð
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
7
-1
4
9
0
2
1
2
7
-1
3
5
4
2
1
2
7
-1
2
1
8
2
1
2
7
-1
0
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K