Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 36
Vitundarvakningin Þú átt VON var kynnt á ráðstefnu sem Jafnréttisstofa stóð fyrir um samvinnu í heimilisofbeldis- málum þann 18. október. „Þú átt VON er vitundarvakning á vegum Jafnréttisstofu um heimilisofbeldi. Í henni er bent á fjölbreyttan stuðning og aðstoð sem er í boði og þolendur, gerendur og aðstand- endur hvattir til að hringja í 112 til að finna það úrræði sem hentar best. 112 vill alltaf fleiri en færri símtöl svo ef þú ert vafa skaltu alltaf hafa samband við 112,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Jafnréttisstofu. Hún bendir á að heimilisofbeldi sé útbreitt; bæði um allt land og öll stig samfélagsins og sé meinsemd sem hafi alvarleg og varanleg áhrif á mörg hundruð íslenskar fjöl- skyldur á hverju ári. „Með því að segja Þú átt VON, hvetjum við þolendur til að forða sér úr ofbeldisfullum aðstæðum eða samböndum, því ofbeldið bæði stigmagnast nær alltaf og hefur líka alvarleg áhrif á börnin. Þótt það sé aldrei auðvelt, þá eru ýmsar leiðir færar og hjálp í boði í hverju skrefi.“ Fríða segir að áfram þurfi að sameina ólíka krafta þeirra aðila sem vinna gegn ofbeldi og veita þolendum og aðstandendum stuðning, að ógleymdum þeim gerendum sem eru tilbúnir að leita sér hjálpar. En áfram þurfi að tryggja að fólk sem býr við ofbeldi fái réttar upplýsingar og viti hvert skal leita. „Til að einfalda hlutina er bent á eitt símanúmer, 112, sem gagnast fólki um allt land. Þar er tekið vel á móti öllum símtölum, hvort sem neyðin er brýn eða aðstæðurnar einfaldlega ógnandi, og þau úrræði samstundis virkjuð sem henta best í hverju tilviki.“ Fimm myndbönd Gerð hafa verið fimm myndbönd sem segja hvert sína sögu um heimilisofbeldi. Í fjórum þeirra segja raunverulegir þolendur sögu sína, þar á meðal barn, fötluð kona og kona af erlendum uppruna. Í því fimmta er sjóninni beint að gerendum. Myndböndin eru birt á heimasíðu verkefnisins, jafn- retti.is/von og á Facebook-síðunni Byggjum brýr, Brjótum múra. Jafnréttisstofa hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgara- rétt fyrir verkefnið Byggjum brýr, Brjótum múra – Samvinna í heimilisofbeldismálum. Það er unnið í samstarfi við innanríkis- ráðuneytið, velferðarráðuneytið, Ríkislögreglustjóra, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, lögregluna á Norðurlandi eystra, Lögregluna á Suðurnesjum, Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Myndböndin voru unnin í samvinnu við auglýsinga- stofuna ENNEMM og Saga Film. Staðreyndir um heimilisofbeldi Á ráðstefnunni komu fram nýjar upplýsingar um heimilisofbeldi á Íslandi. l Á síðasta ári bárust lögreglu 890 tilkynningar um heimilisofbeldi og 251 einstaklingur dvaldi í Kvennaathvarfinu. l Börn eru á vettvangi eða tengd heimilinu í tveimur af hverjum þremur útköllum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heim- ilisofbeldis og 103 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu árið 2017. Rann- sóknir og reynsla sýnir að börn sem búa við heimilisofbeldi gera sér grein fyrir alvarleika þess og áhrif heimilisofbeldis á börn eru mikil og varanleg – hvort sem þau verða fyrir beinu ofbeldi eða ekki. l Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm þunguðum konum á Íslandi upplifað heimil- isofbeldi. Það gerir um 900 konur á ári. l Óvenju hátt hlutfall kvenna sem leita til Kvennaathvarfsins er af er- lendum uppruna, eru fatlaðar eða eiga við einhvers konar veikindi að stríða. l Hafi ofbeldi einu sinni verið beitt gegn maka gerist það nær örugg- lega aftur og stigmagnast nema gripið sé inn í með markvissum aðgerðum. Alvarlegasta afleiðing ofbeldis í nánum samböndum er dauði þolanda og eru mörg dæmi þess á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. l Á annað þúsund gerendur hafa nýtt sér niðurgreidda sérhæfða sálfræðiaðstoð hjá Heimilisfriði, sem styrkt er af velferðarráðu- neytinu. Þolendur hvattir til að hringja í 112 Þú átt VON er vitundarvakning á vegum Jafnréttisstofu um heimilisofbeldi. Þolendur eru hvattir til að hringa í 112 sem virkjar besta úrræðið. 890 tilkynningar um heimilisofbeldi bárust í fyrra. Höfundar vitundarvakningarinnar Þú átt VON. MyNd/JaFNréttiSStOFa Ég er í þremur verkefnum hjá Jafnréttisstofu sem snúa öll að staðalmyndum með einum eða öðrum hætti,“ segir Hjalti. „Að mestu leyti snúa þau að kynjuðu náms- og starfsvali, að vinna gegn staðalmyndum kynjanna og reyna að jafna út kynjahlutföll í námi og á vinnumarkaði. Eitt verkefnið heitið Rjúfum hefðirnar, lítið verk- efni sem er afmarkað við Akureyri þar sem við erum með fulltrúa frá einum leikskóla, einum grunn- skóla, Verkmenntaskólanum og háskólanum, öldrunarheimilum Akureyrar, Slippnum, Félagi málm- smiða, Hjúkrunarfræðingafélaginu og Félagi náms- og starfsráðgjafa og Kennarasambandi Íslands. Hugmyndin er að búa til samstarfs- vettvang þar sem þessir aðilar vinna saman að því að brjóta niður staðalmyndir og þau hlutverk sem okkur eru skipuð af kynjakerfinu og fá fleiri til að berjast gegn straumnum í náms- og starfsvali.“ Hjalti segir unnið að þessu verkefni með margvíslegum hætti. „Leikskólakrakkar fara í heimsókn í Verkmenntaskólann og þau læra um jafnréttismál. Skólarnir fara í heimsóknir hver til annars og reynt er að passa að bæði kynin séu sjáanleg í þessum heimsóknum þannig að börnin sjái fyrirmyndir af sínu kyni. Reynt er að fá fleiri karla inn í hjúkrunarstörf og fleiri konur í iðngreinar og hvetja þá sem fara móti straumnum þegar valið er nám og framtíðarstarf.“ Hann segir markmiðið vera að vinna gegn stöðluðum kynhlut- verkum. „Þannig að allir eigi þess kost að geta þroskað og þróað sína hæfileika. Það er sóun á þeirri auð- lind sem fólkið okkar er ef því gefst ekki kostur á að nýta sína hæfileika til fullnustu. Okkur vantar fólk til dæmis í iðngreinar og það er absúrd að ávarpa ekki helminginn af þjóðinni þegar verið er að leita að því. Hjúkrunarstörf geta kallað á líkamlegan styrk og iðngreinar á fínhreyfingar til dæmis sem eru hvort tveggja eiginleikar sem eru eignaðir öðru kyninu. Kyn á ekki að ráða hvað við erum og megum. Ég er faðir drengs og stúlku og finnst ótækt að takmarka mögu- leika þeirra í lífinu út frá kyni.“ Meðal annarra verkefna nefnir Hjalti samstarfsverkefni með systurstofnunum Jafnréttisstofu í Eistlandi og Litháen. „Í Eistlandi er verið að gera tíu þátta sjónvarpsseríu sem tekur á þessum efnum fjölþætt og alls konar annarri mismunun. Við erum að ræða við RÚV um að hluti af verkefninu yrði að þættirnir yrðu sýndir hér. Meðfram þessu er búið að vinna kennsluleið- beiningar svo auðveldara sé að nota þetta efni í kennslu. Þetta verkefni lofar góðu og er mjög spennandi og hluti af því er tíu þátta útvarpsþáttaröð sem er verið að gera á RÚV-núll þar sem er rætt um þemun í þessu verkefni, staðal- myndir og hlutverk kynjanna.“ Hann nefnir einnig þekkingar- skipti milli Noregs, Svíþjóðar, Álandseyja, Finnlands og Íslands. „Við hittumst á nokkrum fundum og skiptumst á þekk- ingu og samnýttum krafta okkar og reyndum að búa til aðferðir til að styðja við þá sem fara gegn straumnum í náms- og starfsvali því það er mikið brottfall í þeim hópi. Það kemur berlega í ljós að þarna eru fyrirmyndir gríðarlega mikilvægar, bæði innan fjölskyldu og í nánasta umhverfi. Þá er reynsla líka mikilvæg,“ segir Hjalti og bætir við að flestir karlleikskólakennarar hafi lent í leikskólanum óvart. „Þeir hafa kannski leyst af yfir sumar og það varð til að þeir fundu sig. Einnig er mikilvægt að hafa stuðn- ingshópa þar sem fólk hittist og sækir styrk í hvert annað, konur í iðngreinum og karlar í hjúkrun svo dæmi séu tekin.“ Stöðluð kynhlutverk eru engum til framdráttar Hjalti Ómar Ágústsson, sér- fræðingur hjá Jafnréttisstofu, segir kyn ekki eiga að ráða því hvað við erum og megum. Hjalti Ómar Ágústsson, sér- fræðingur hjá Jafnréttisstofu, segir frá þeim verkefnum Jafn- réttisstofu sem snúa að staðal- myndum og hefðbundnum hlutverkum kynjanna. 12 KyNNiNGarBLaÐ 2 4 . O K tÓ B e r 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RJaFNrétti 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 7 -0 A B 0 2 1 2 7 -0 9 7 4 2 1 2 7 -0 8 3 8 2 1 2 7 -0 6 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.