Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 34
Gyða Björg, Ágústa og Anna Beta hafa mikla þekkingu á innleiðingu jafnlaunastaðals. Þær hafa unnið með fyrirtækjum í ýmsum rekstri, svo sem WOW air, Rarik, Krónunni og ÁTVR. MYND/ERNIR Góð reynsla og breið þekking Anna Beta Gísladóttir, Ágústa H. Gústafsdóttir og Gyða Björg Sigurðardóttir veita ráðgjöf við inn- leiðingu jafnlaunastaðals. Þær eru öflugt teymi með bakgrunn í verkfræði og mannauðsstjórnun. Brennandi áhugi á jafnréttis-málum varð til þess að Anna Beta og Gyða Björg tóku höndum saman og stofnuðu ráðgjafarfyrirtækið Ráður fyrr á þessu ári. Þær kynntust Ágústu, sem hefur rekið Vöxt Ráðgjöf um fjögurra ára skeið, á fundi tækni- nefndar hjá Staðlaráði Íslands. Í kjölfarið ákváðu þær að vinna saman og veita alhliða ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum en lög um hann tóku gildi í byrjun þessa árs. „Það var frábært fyrir okkur Önnu Betu að ganga til samstarfs við Ágústu. Hún er sérfræðingur í því sem snýr að mannauðsmálum en við komum inn með tækni- lega þekkingu þar sem við erum báðar með bakgrunn í verkfræði. Að okkar mati er þessi reynsla og þekking mjög góð blanda,“ segir Gyða Björg. Vinna með fjölbreyttum fyrirtækjum Með innleiðingu jafnlaunastaðals er stefnt að því að starfsfólk njóti jafnra launa fyrir sömu eða jafn- verðmæt störf hjá sama vinnu- veitanda, óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum forsendum. Öllum fyrirtækjum með meira en 25 starf- menn er skylt að innleiða hann innan ákveðins tímaramma. „Við höfum mjög góða reynslu og breiða þekkingu hvað varðar innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Við höfum nú þegar unnið fyrir mjög fjölbreytt fyrirtæki, sem eru í mismunandi rekstri, svo sem fram- leiðslu, iðnaði og þjónustu. Við höfum einnig veitt stofnunum og opinberum aðilum ráðgjöf,“ segir Anna Beta. Þær eru að hefja fyrsta sameigin- lega verkefnið við innleiðingu á staðlinum en áður hafa þær meðal annars unnið með WOW air, Rarik, Krónunni og ÁTVR. „Það sannar sig oft að glöggt er gests augað og þess vegna getur verið gott að fá utanaðkomandi ráðgjöf í þessum efnum. Það hefur þegar sýnt sig að þessari innleið- ingu fylgir mikið hagræði, sé rétt að henni staðið. Hún er gagnleg fyrir starfsemi fyrirtækja og rekstur þeirra, getur veitt stjórnendum betri yfirsýn og aukið ánægju starfsfólks. Hún getur einnig sniðið af vankanta í launamyndunarkerf- um innan fyrirtækja og leitt í ljós tækifæri til úrbóta,“ segir Ágústa sem býr yfir áratuga reynslu á sviði stefnumótunar og stjórnunar. Heildstæð, tímasett verkáætlun Við ráðgjöfina vinna Anna Beta, Gyða Björg og Ágústa náið með mannauðsstjórum og æðstu stjórn- endum fyrirtækja og stofnana. „Við byrjum á að taka stöðuna innan fyrirtækja, svokallaða núllgrein- ingu, og metum út frá því umfang verkefnisins. Næstu skref eru svo að setja upp heildstæða, tímasetta verkáætlun þar sem ferlið er kort- lagt fram að vottun,“ segir Anna Beta. Að sögn Gyðu Bjargar er jafn- launastaðallinn í raun mjög tæknilegur. „Við innleiðingu á honum þarf að hafa gott skipulag á gögnum, framkvæma launa- greiningar og halda utan um mæli- kvarða á launajafnrétti. Við erum með mikla sérþekkingu þegar kemur að ferlum og gæðamálum, tölfræðilegri greiningu og mann- auðsmálum,“ segir Gyða Björg, sem hefur unnið í tengslum við jafn- launastaðalinn frá árinu 2013. Tækifæri til umbóta Gyða Björg nefnir að stjórnendum geti þótt kvöð að innleiða jafn- launastaðalinn en minnir á að hann veiti tækifæri til umbóta. „Þetta er þó ekki kerfi sem hægt er að yfirfæra beint á milli fyrir- tækja heldur þarf hvert fyrirtæki að smíða sitt eigið og þar komum við til sögunnar,“ segir hún. Ágústa segir það mikilvægasta við tilurð staðalsins að með honum verði til regluverk sem skýri forsendur fyrir launamynd- un. „Kjarasamningar byggja auð- vitað mjög góðan grunn en launa- myndun þarf að vera rekjanleg og málefnaleg. Þess vegna skiptir máli að byggja upp heildstætt jafn- launakerfi,“ segir hún. Þær eru sammála um að það sé ábyrgðarhlutverk að leiða fyrir- tæki í gegnum vottun og leggja áherslu á að það sé vel gert. „Við viljum byggja upp þekkingu innan fyrirtækja og skilja eftir sjálfbært jafnlaunakerfi eftir að aðkomu ráðgjafa lýkur. Jafnlaunastaðall- inn er innleiddur í þrepum eftir stærð fyrirtækja, sem okkur finnst jákvætt því þá hafa stærri fyrir- tæki tækifæri til að sýna forystu í þessum efnum,“ segir Anna Beta. „Þegar við tökum að okkur ráð- gjöf varðandi jafnlaunastaðalinn útskýrum við ferlið, tilganginn með staðlinum og hvaða mögu- leika hann býður upp á og tengjum saman gæðastjórnun, mannauðs- stjórnun og jafnrétti,“ segir þær að lokum. Nánari upplýsingar www.radur.is og www.voxturradgjof.is Sameina krafta sína við ráðgjöfina Gyða Björg Sigurðardóttir er með BSc í rekstrarverkfræði og hefur starfað sem ráðgjafi við jafnlaunastaðal síðan 2013. Gyða er viðurkenndur út- tektarmaður fyrir jafnlaunastaðalinn og hefur hlotið styrk úr Tækniþró- unarsjóði til hugbúnaðarþróunar í tengslum við launagreiningar. Ágústa hefur menntun á sviði sálfræði og mannauðsfræða. Hún hefur víðtæka reynslu af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, ráðningum, mannaflagreiningum og stofnanasamningum. Hún var í samninganefnd ríkisins vegna kjarasamninga í tæpan áratug, þá átti hún jafnframt sæti í vinnuhópnum sem bjó til jafnlaunastaðalinn. Hún hefur haldið erindi um stöðu og þróun mannauðsmála ríkisins, tekið þátt í ráðgjafarnefndum og stýrt vinnustofum. Anna Beta er burðarþolsverkfræðingur og hefur starfað sem ráðgjafar- verkfræðingur frá árinu 2012 og sinnt margvíslegum verkefnum á sviði hönnunar og gagnaúrvinnslu. Að undanförnu hefur hún starfað við ráð- gjöf við innleiðingu á jafnlaunastaðli og haldið námskeið í tengslum við verklagsreglugerð og ferlagreiningu fyrir staðalinn. 10 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . O K Tó B E R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RJAfNRéTTI 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 6 -F 6 F 0 2 1 2 6 -F 5 B 4 2 1 2 6 -F 4 7 8 2 1 2 6 -F 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.