Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 28
4 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . o K tó B e R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RjAfNRéttI
Tryggvi Hallgríms-
son, sérfræðingur
hjá Jafnréttis-
stofu, segir að
það sé enn mikill
munur á stöðu
kynjanna. Hann
segir að umræð-
an um jafnréttis-
mál sé stutt á veg
komin og það
eigi eftir að koma
í ljós hvaða áhrif
MeToo hefur.
Konur sitja ekki við sama borð og karlar á Íslandi, segir Tryggvi Hallgrímsson,
sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, og
í tölfræðilegri samantekt á stöðu
kynjanna hér á landi sést skýrt
hve ólík og ójöfn staða kynjanna
er enn á mörgum sviðum. Tryggvi
segir að umræðan í tengslum við
jafnréttismál reynist fólki enn þá
erfið, jafnvel þó það sé meðvitað
um umfang vandamálsins, og það
muni taka þjóðina tíma að komast
í gegnum þá erfiðu en nauðsynlegu
umræðu sem sé hafin. Hann segir
að MeToo-vakningin hafi vakið
athygli á stærð vandamálsins, en í
bili hafi hún litlu breytt.
Konur hafa um 60% af
heildartekjum karla
Eitt af því sem Jafnréttisstofa gerir
er að taka saman tölulegar upp-
lýsingar um stöðu kynjanna, sem
birtast í árlegum bæklingi sem
kallast „Konur og karlar á Íslandi“.
Þar sést tölfræðileg samantekt á
ýmsum hlutum sem bera vitni um
valdahlutföll kynjanna og stöðu
þeirra í íslensku samfélagi.
„Þessar tölur eru til þess að
fylgjast með stöðu og þróun
jafnréttismála í samfélaginu. Við
höfum gert það með tvennu móti,
við höfum tekið saman tölur sjálf
og svo höfum við unnið yfirlits-
bækling í samvinnu við Hagstofu
Íslands sem hefur nýst mjög vel í
samtölum okkar við bæði nem-
endur, stofnanir og fyrirtæki til að
benda á að staða kynjanna er ólík
á mörgum sviðum,“ segir Tryggvi.
„Það er viðvarandi munur á stöðu
karla og kvenna þegar kemur að
þátttöku í mismunandi tegundum
af atvinnu og námsleiðum og enn
þá, í aðgengi að ákvarðanatöku
í samfélaginu í gegnum áhrifa-
stöður.
„Við höfum líka skoðað mun
á heildartekjum kynjanna, sem
koma að vísu ekki fram í nýjasta
bæklingunum. Það er mikilvægt að
ræða þær, ekki bara skýrðan launa-
mun kynjanna,“ segir Tryggvi.
„Heildartekjur segja til um hversu
mikla möguleika kynin hafa til
þess að afla sér hvers konar tekna,
hvort heldur sem er í gegnum bóta-
kerfi eða launaða vinnu. Þar sjáum
við að karlar standa mun betur en
konur, sem eru að jafnaði með um
60% af heildartekjum karla.
Ýmsar tölur sýna ójafnrétti mjög
skýrt, en svo eru auðvitað líka
tölur þarna um atvinnuþátttöku
og hlutfall á þingi og í sveitar-
stjórnum sem gefa okkur von um
að við séum á réttri leið í jafnréttis-
málum,“ segir Tryggvi.
Umræðan stutt á veg komin
„Jafnréttislög kveða á um bann
við kynferðislegri áreitni og kyn-
bundnu áreiti og ofbeldi en við
erum eina stofnunin sem hefur
það hlutverk að vinna að for-
vörnum gegn kynbundnu ofbeldi.
Við höfum gert það núna síðustu
ár í gegnum Evrópuverkefnið
„Byggjum brýr, brjótum múra“.
Við kjósum að líta svo á, hvað
snertir vinnumarkaðinn, að best
sé að vinna með þessi viðfangs-
efni í gegnum jafnréttisáætlanir,“
segir Tryggvi. „Skólakerfið þarf
hins vegar að vinna betur með
þessi viðfangsefni. Við höfum haft
ákvæði í lögum í langan tíma sem
segir að jafnréttisfræðsla skuli fara
fram í skólum, en það er ekki hægt
að ræða jafnrétti nema tala um
kynbundið ofbeldi og við teljum
að það ætti að vera vettvangur til
að tala meira opið um þessi mál.
Það vantar markvisst aðgengi jafn-
réttismála að námsskrám.
Umræðan varðandi áreitni er
að mörgu leyti sambærileg við
umræðuna sem var í gangi áður
en við skylduðum ökumenn til að
vera í bílbeltum. Þegar þær reglur
gengu í gildi fannst fólki nánast
hlægilegt að spenna belti í bílum,“
segir Tryggvi. „Í dag vitum við voða
mikið um áhrif kynferðislegrar og
kynbundinnar áreitni, en okkur
finnst enn þá óþægilegt að taka
samtölin og ræða við hvert annað
um hvaða mörk við setjum í sam-
skiptum okkar.
Ég finn það bæði í menntaskól-
um, á stofnunum og í fyrirtækjum
að fólk sem er fullmeðvitað um
áhrifin og vandamálið er enn þá
að reyna að fóta sig í umræðunni,“
segir Tryggvi. „Við þurfum bara að
leyfa okkur að fara í gegnum þessa
umræðu með tilheyrandi kjána-
hrolli og jafnvel tilvikum þar sem
einhverjir móðgast. Við þurfum
bara að tala saman.“
Þolendur þurfa að
komast burt
„Stjórnvöld vinna með þolendum
kynferðisofbeldis á tvenns konar
hátt,“ segir Tryggvi. „Annars vegar
í gegnum hjálp heilbrigðiskerfisins
og hins vegar í gegnum félagasam-
tök eins og Stígamót, Kvennaat-
hvarfið og Aflið. Á vissan hátt má
segja að hin síðari ár útskýrist sú
vinnutilhögun frekar af hefð en
skýrri stefnumótun stjórnvalda.
Fyrir sjálfa gerendur, til dæmis í
ofbeldi í nánum samböndum, þá
höfum við núna úrræði sem kallast
„Heimilisfriður“. Það er niður-
greidd þjónusta fyrir gerendur sem
vilja leita aðstoðar,“ segir Tryggvi.
„Hún er hins vegar enn fremur tak-
mörkuð og alls ekki nógu mikil.
En stóra málið er að hjálpa þol-
endum að komast út úr ofbeldisað-
stæðum. Ég held að á næstu árum
sjáum við jafnvel breytt viðhorf
til þess að þolendur fái aðstoð til
að komast út úr samskiptum við
ofbeldismenn,“ segir Tryggvi. „Ef
þú ert skyldaður í sáttameðferð
með einhverjum sem þú hefur
engan áhuga á að sæta sáttameð-
ferð með, þá held ég að það séu
mistök hjá kerfinu sem þarf að
laga.“
of snemmt að segja
til um áhrif Metoo
„Mig langar til þess að segja að
MeToo hafi haft geysilega mikil
áhrif. En ef ég ætti að sýna fram
á það, til dæmis með tölum um
kærur eða tilvik þar sem leitað er
aðstoðar Vinnueftirlits eða Jafn-
réttisstofu, þá gæti ég það ekki,“
segir Tryggvi. „Það þýðir að þetta
hefur farið fram í formi þess að
fólk hefur vaknað til vitundar um
stærð, umfang og algengi þessara
mála og um leið hefur komið í
ljós að kvörtunar- eða kæruleiðir
sem bjóðast þeim sem verða fyrir
kynferðislegri áreitni eru ekki
nægilega sterkar. Það er vandamál
sem við komum ekki til með að
laga bara með því að safna saman
sögum, halda ráðstefnur og fundi
og skipa stýrihópa. Hér þarf raun-
verulega skuldbindingu þeirra
aðila sem eiga að leggja vinnu og
tíma í að þjóna einstaklingum sem
verða fyrir áreiti. Það er enn þá
mikil vinna fyrir höndum, en það
dregur ekkert úr mikilvægi MeToo.
Það er frábært við MeToo-her-
ferðina hvernig hún spilar inn
á hálfgerðar markaðssetninga-
leiðir með þessu myllumerki,“
segir Tryggvi. „Þannig verður
þetta sjáanlegt í kringum eitt-
hvað hugtak sem við tengjum
við fyrirbærið á sama tíma og
sögurnar sem hefur verið safnað í
tengslum við MeToo eru ofboðs-
lega fjölbreyttar, allt frá því að
vera tilvik sem einhverjir kynna
að kalla léttvæg yfir í að vera
mjög gróft og ógeðfellt ofbeldi.
Þetta er margslungið fyrirbæri,
en MeToo hefur orðið til að binda
fjölbreyttar sögur undir einn hatt
sem við tengjum við kynferðis-
legt ofbeldi.
Það er líka frábært að konur
geta nú sett alls kyns kynbundna
áreitni sem þær verða fyrir í rétt
samhengi og séð að það sé í raun
og veru kynbundið ofbeldi sem
við þurfum að berjast gegn,“ segir
Tryggvi. „Þetta er birtingarmynd
þeirrar mismununar sem á sér
stað í samfélaginu. Konur sitja
ekki við sama borð og karlar.
En svo á bara eftir að koma
í ljós hvaða áhrif þetta hefur á
karla, bæði gerendur og þolend-
ur, og hvaða áhrif þetta hefur á
hugmyndir okkar um hvað er rétt
og eðlilegt í samskiptum,“ segir
Tryggvi. „Mér finnst of snemmt
að segja að þetta hafi haft mikil
áhrif þar.“
ennþá mikil vinna fyrir höndum
tryggvi Haraldsson, sérfræðingur hjá jafnréttisstofu, segir að það séu skýr merki um ójafnrétti á Íslandi og það eigi eftir að koma í ljós hvaða áhrif Metoo hefur.
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
7
-1
9
8
0
2
1
2
7
-1
8
4
4
2
1
2
7
-1
7
0
8
2
1
2
7
-1
5
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K