Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 39
Á þeim tíma ræddum við að þetta væri draumastarf og að ég væri að horfa til lengri tíma hjá Coca- Cola á Íslandi, því ætti fæðing- arorlof ekki að breyta miklu máli. Sonja M. Scott, María Rosario Blöndal, Stefán Magnússon og Anna Regína Björnsdóttir. MYND/ERNIR Jafnvægi á milli einkalífs og vinnu Margt hefur breyst síðan Stefán Magnússon hóf störf hjá fyrirtækinu 2001 (þá Vífilfell). Á þeim tíma var hlutfall karlmanna mun hærra og aðeins fáar konur í starfi. „Við trúum því að fjölbreytileiki geri fyrirtækið sterkara og hefur því verið lögð áhersla á að auka fjölbreytileikann til að gera fyrirtækið samkeppnis- hæfara. Það hefur gengið vel og margir mikilvægir lykilstarfsmenn bæst við hópinn af báðum kynjum sem gera fyrirtækið samkeppnis- hæfara og fjölbreyttara,“ segir Stefán sem starfar sem markaðsstjóri Coca- Cola á Íslandi. „Í markaðsmálum er þetta sérstaklega mikilvægt því við þurfum að þekkja sjónarmið beggja kynja vel til að geta höfðað betur til neytenda. Á endanum snýst þetta um að ráða hæfustu einstaklingana inn í hópinn og ætti kyn því ekki að skipta neinu máli hvað varðar ráðningar. Eins og í tilviki Maríu,“ en Stefán er ein- mitt yfirmaður hennar. Á umliðnum árum hefur starfið hjá Coca- Cola á Íslandi jafnframt verið gert fjölskylduvænna. Stefán segir að áhersla sé lögð á að reyna ná góðu jafnvægi á milli einkalífs og vinnu, passa að starfsfólk njóti sín í vinnunni og njóti sín þar af leiðandi einnig heima. „Flestir á skrifstofu hafa far- tölvu og geta unnið heima ef þess þarf eða unnið þar sem hentar best hverju sinni út frá fjölskyldunni og þannig náum við að koma til móts við fjölskyldulífið. Þetta merkir ekki að við krefjumst þess að fólk sé alltaf vinnandi heima hjá sér heldur frekar er þetta hugsað til að auka sveigjanleikann. Við erum mun skemur komin á þessari vegferð en kollegar okkar í öðrum löndum en þar er algengt að fólk hafi starfsstöð bæði heima hjá sér og á skrifstofu.“ Kynjahlutfallið jafnað hjá Coca-Cola á Íslandi Jafnara kynjahlutfall í stjórnendahópi Coca-Cola European Partners á Íslandi hefur leitt af sér fjöl- breyttari umræður og aukið gæði ákvarðana. Mannauðsstjórinn bendir á að konur séu um helm- ingur viðskiptavina og því mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn endurspegli neytendahópinn. Skiptir máli að láta verkin tala Mikill og góður árangur hefur náðst í jafn- réttismálum hjá Coca- Cola European Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi) á undanförnum árum en þrátt fyrir það segir Sonja M. Scott, mann- auðsstjóri fyrirtækisins, að alltaf megi betur gera. Undanfarin tvö ár hafi verið settur fókus á að jafna kynjahlutfallið í stjórnendastöðum og markmið fyrirtækisins er að konur gegni að minnsta kosti 40% slíkra starfa. „Stjórn og fram- kvæmdastjórn eru mjög meðvituð um þetta markmið en jafnframt gerir móðurfyrirtækið ríkar kröfur til okkar hér á Íslandi um að standa undir þessu markmiði. Þessi vinna hefur gengið nokkuð vel og ef til vill endurspeglar það stöðu jafn- réttismála á Íslandi almennt. Árið 2016 voru um 32% æðstu stjórn- enda hjá okkur konur og sam- kvæmt nýjustu mælingum okkar er þessi tala komin upp í 42%. Við munum að sjálfsögðu halda áfram á þessari braut þar til við höfum náð jafnvægi, en við sjáum núna ástæðu til að fara að færa fókus okkar í auknum mæli að störfum í framleiðslu og vöruhúsi.“ Enn fremur nefnir Sonja að Coca-Cola á Íslandi hafi sett sér það markmið fyrir árið 2018 að standast jafnlaunavottun. Var það gert þrátt fyrir að ekki þurfti að klára verkið fyrr en í lok ársins 2019. „Fyrir okkur skiptir mjög miklu máli að láta verkin tala,“ segir Sonja. „Við settum okkur það markmið í ár að vera undir þriggja prósenta mun í launum á milli kynja og í nýlegri vottun kom í ljós að munurinn er 2,6%. Jafnlauna- vottunin er gæðastaðall sem snýst um sífelldar úrbætur og styður okkur í því að gera enn betur á næstu árum.“ Jafnréttismál eru fjölþætt og geta verið flókin og bendir Sonja á að kynjahlutfallið í framleiðslustörfum og vöruhúsinu séu ekki konum í hag. „Við höfum að sjálfsögðu sett okkur það markmið að fjölga konum í þessum stöðum og til marks um það höfum við sett af stað átaksverkefni sem gengur út á það að hver sá starfsmaður sem bendir á á konu sem ráðin er í framleiðslustarf eða starf í vöruhúsi okkar hlýtur 100 þúsund krónur í bónus.“ Líðan starfsfólks Coca-Cola European Partners er mæld reglu- lega og fengu allir starfsmenn samsteypunnar, í þrettán Evrópu- löndum, sömu viðhorfskönnun með 21 spurningu í júní síðastliðn- um. Þar var meðal annars spurt um það hversu mikla áherslu starfsfólk telur sinn næsta yfirmann leggja á jafnréttismál. „Spurningarnar um jafnréttismál komu nokkuð vel út hér í samanburði við önnur lönd innan samsteypunnar en við stefnum að sjálfsögðu hærra,“ segir Sonja. „Á meðan mælingar á kynja- hlutfalli í efstu stjórnendastöðum segir okkur eina sögu þá þurfum við einnig að vita hversu vel gengur að innleiða stefnuna í gegnum allt fyrirtækið.“ Eitt af því sem kom í ljós í kjölfar viðhorfskönnunar var að laga mætti jafnvægi milli vinnu og einkalífs. „Við hrintum af stað átaki nú í haust sem kallast „Vel- ferð í vinnu“ og í samræmi við það höfum við lagt áherslu á velferð starfsmanna, meðal annars með fyrirlestri um næringarfræði, skyndihjálparnámskeið og fleira í þeim dúr. Það er mjög mikið að gera í fyrirtæki eins og okkar sem er alþjóðlegt fyrirtæki á markaði en við getum gert ýmislegt til að draga úr streitu. Fyrirtækið kemur svo til móts við starfsmenn með því að bjóða upp á gagnkvæman sveigjanleika þar sem því verður við komið.“ Ráðin barnshafandi til starfa Ég hóf störf hjá Coca-Cola á Íslandi þann 1. september 2017 en þá var ég komin um fimm mánuði á leið,“ segir María Rosario Blöndal, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu, sem ákvað að láta ekki meðgönguna stöðva sig í að sækja um drauma- starfið. Hún segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi tekið þeirri frétt vel að hún ætti von á barni og að þau hafi sýnt henni mikinn sveigjanleika. „Þegar mér var boðið starfið tilkynnti ég Sonju [M. Scott mannauðsstjóra] að ég væri ólétt og væri sett í byrjun janúar, eftir fimm mánuði. Á þeim tíma ræddum við að þetta væri draumastarf og að ég væri að horfa til lengri tíma hjá Coca-Cola á Íslandi, því ætti fæðingarorlof ekki að breyta miklu máli. Við vorum þar sammála og Sonja sagði mér strax að þetta yrði ekkert mál. Ég var síðan mjög heppin og gat unnið alla meðgönguna í 100% starfi og vann út settan dag. Mánudaginn 8. janúar kom svo í heiminn heilbrigður og góður strákur.“ María sinnir markaðssetningu vörumerkja Coca-Cola á Íslandi á samfélagsmiðlum, markar stefnu fyrir vörumerkin og fylgir henni eftir með auglýsingastofum. Hún greinir tækifæri á stafrænum miðlum, greinir auglýsingaher- ferðir og rýnir í gögnin. Hún er vörumerkjastjóri fyrir þrjú vöru- merki og gerir fyrir þau markaðs- áætlanir, kostnaðaráætlanir auk þess að fylgjast með gögnum um vörumerkin. Auk þess heldur hún úti vefsvæði fyrirtækisins og innra neti. Starfið er því umfangsmikið. Hún segir að það hafi verið draumi líkast að starfa hjá Coca-Cola á Íslandi með ungt barn. „Mér stendur alltaf til boða að vinna heima ef það hentar og fyrirtækið er mjög sveigjanlegt og alltaf til staðar fyrir mig!“ Vinna þarf saman að jafnrétti Anna Regína Björns-dóttir tók við starfi fjármálastjóra hjá Coca-Cola á Íslandi í byrjun árs og hefur undanfarna mánuði notið góðs af hinum ýmsu stjórnendanámskeiðum sem eru í boði hjá fyrirtækinu. „Ég hef sótt námskeið með fjöl- mörgum hæfileikaríkum konum innan fyrirtækisins sem koma frá hinum ýmsu þjóðum heimsins, svo á sama tíma hefur mér gefist tæki- færi til að efla tengslanetið innan fyrirtækisins. Eins hef ég tekið þátt í vinnustofum þar sem konur og karlar koma saman og ræða hvernig tryggja megi jafnrétti kynjanna innan vinnustaðarins. Að mínu mati er einmitt lykilinn að árangri í jafnréttismálum að líta ekki á þau sem einkamál kvenna, valdahlutföllin eru enn ójöfn og því er mikilvægt að konur og karlar vinni saman að þessum málum til að árangur náist,“ segir Anna Regína. Hún segir að á síðustu árum hafi Coca-Cola á Íslandi náð góðum árangri í að laða til sín og ráða hæfileikaríkar konur og þann- ig náð að jafna kynjahlutföllin. „Það eru forréttindi að starfa fyrir stórt og öflugt alþjóðlegt fyrirtæki sem leggur mikinn metnað í að efla kvenkyns stjórnendur. Okkur miðar í rétta átt með að jafna út kynjahlutföllin en við viljum hraða þessu ferli enn frekar og því hefur ýmsum úrræðum verið hrint í fram- kvæmd til að styðja við það.“ Þegar kemur að því að fá fleiri konur í iðn- og tæknistörf segir Anna Regína lykilatriði að kynna stúlkum og ungum konum þennan heim. „Það er erfitt að sjá sjálfa sig í aðstæðum eða störfum sem eru framandi og því skiptir miklu máli að fræða stelpur í grunn- og framhaldsskólum um alla starfs- möguleikana sem bjóðast þeim. Ég er verkfræðingur að mennt og þegar ég var í námi var kynjahlut- fallið langt frá því að vera jafnt, það truflaði mig þó ekki því ég gat horft til sterkra kvenna sem höfðu klárað sama nám og náð langt í atvinnu- lífinu. Það skiptir sköpum að hafa sterkar fyrirmyndir og því er mikilvægt að konur í séu sýnilegar á opinberum vettvangi.“ KYNNINGARBLAÐ 15 M I ÐV I KU DAG U R 2 4 . o k tó b E r 2 0 1 8 JAfNRéttI 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 7 -2 D 4 0 2 1 2 7 -2 C 0 4 2 1 2 7 -2 A C 8 2 1 2 7 -2 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.