Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 32
24.október hefur allt frá víðfrægum fundi kvenna á Lækjartorgi
árið 1975, verið helgaður baráttunni
fyrir jöfnum réttindum á vinnu-
markaði, launajafnrétti og auknum
aðgangi kvenna að samfélags-
legum valdastöðum. Saga kvenna-
frídagsins er flestum kunn en á
þessum degi fyrir 43 árum bentu
konur á mikilvægi starfa sinna og
vinnuframlags með því að leggja
niður launuð og ólaunuð störf. Eðli
málsins samkvæmt var samfélagið í
lamasessi. Samtakamátturinn þá er
enn í fersku minni og hefur æ síðan
verið aðalsmerki kvennahreyfingar-
innar hér á landi.
Undanfarin ár hefur 24. október
verið nýttur til að benda á það sem
betur má fara hérlendis, ekki síst
þá staðreynd að enn mælist kyn-
bundinn launamunur á íslenskum
vinnumarkaði. Lög um jafnlauna-
vottun tóku gildi í upphafi þessa
árs. Þau kveða á um skyldu fyrir-
tækja og stofnana til að undirgang-
ast formlega úttekt og vottun sem
staðfestir að stjórnunarkerfi þeirra
uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins.
Jafnlaunavottun getur þannig
endurspeglað metnað fyrirtækja og
stofnana sem vilja vera eftirsóttir
vinnustaðir og sjá sér hag í að sýna
fram á að þau reki launastefnu sem
byggist á markvissum og faglegum
aðferðum. Jafnlaunastaðallinn er sá
eini sinnar tegundar í heiminum og
er afurð áralangs samstarfs heildar-
samtaka launafólks, atvinnurek-
enda og stjórnvalda. Markmiðið
með gerð hans var að þróa leið til
að eyða kynbundnum launamun
þannig að greidd séu sömu laun
fyrir sambærileg og jafnverðmæt
störf, líkt og kveðið hefur verið á
um í lögum í áratugi. Þetta verkefni
hefur hlotið mikla athygli út fyrir
landsteinana og litið er til Íslands
sem fyrirmyndar hvað varðar
aðgerðir og þróun málaflokksins.
Árangur okkar byggist á víðtæku
samráði og fyrir það ber að þakka.
Í dag stendur kvennahreyfingin
í samstarfi við samtök launafólks
fyrir baráttufundi þar sem sjónum
er beint að launajafnrétti og öryggi
kvenna á vinnustöðum. Stjórnvöld
hafa brugðist við #ég líka hreyf-
ingunni með margvíslegum hætti.
Verkefnin miða að fyrirbyggjandi
aðgerðum og forvörnum en ekki
síst að því hvernig megi skapa
raunverulega jafnréttismenningu í
samfélaginu.
Þrátt fyrir að lög og regluverk
um viðbrögð og skyldur atvinnu-
rekenda vegna kynbundinnar og
kynferðislegrar áreitni og ofbeldi á
vinnustöðum séu fyrir hendi sýna
#ég líka frásagnirnar gríðarlegt
umfang vandans sem enn fær að
viðgangast. Gallup-könnun sem
gerð var í nóvember í fyrra sýnir að
nærri helmingur allra kvenna, eða
45%, hafa orðið fyrir kynferðislegri
áreitni í starfi en 15% karla. #Ég
líka frásagnir kvenna af erlendum
uppruna um andlegt og líkamlegt
ofbeldi á íslenskum vinnumarkaði
voru mjög þörf áminning um að
hin svokallaða jafnréttismenn-
ing hefur ekki náð til allra hópa í
okkar samfélagi. Við þurfum að
vera meðvituð og vakandi fyrir
birtingarmyndum margþættrar
mismununar og skoða áhrif stjórn-
valdsaðgerða út frá kyni en einnig
öðrum þáttum eins og uppruna,
kynvitund og kynhneigð.
Í samræmi við þær áherslur fer
nú fram vinna innan Stjórnarráðs-
ins sem miðar að frekari útvíkkun
jafnréttishugtaksins í íslenskri lög-
gjöf og mótun heildstæðrar stefnu
í jafnréttismálum sem ætlað er að
tryggja framkvæmd meginreglunn-
ar um jafna meðferð einstaklinga.
Ég vona að þessar aðgerðir eigi
eftir að auka á jafnréttismenningu
og marka framfararspor í baráttu
fyrir jafnrétti kynjanna í okkar
samfélagi. Baráttu sem hófst fyrir
meira en 100 árum og við munum í
sameiningu halda áfram.
Til hamingju með daginn!
Jafnréttismenning
Þetta var mikið lærdóms-ferli en um leið sérstaklega skemmtileg vinna,“ segir
Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri
mannauðsmála hjá VIRK Starfs-
endurhæfingarsjóði, en hún
stýrði, ásamt Kristínu E. Björns-
dóttur fjármálastjóra, vinnunni
á bak við jafnlaunavottun ÍST
85:2012 sem VIRK hlaut fyrr á
þessu ári. „Sjóðurinn þurfti raunar
ekki að fara í vottun fyrr en árið
2021 en þegar lögin um jafnlauna-
vottun voru samþykkt í fyrra
ákváðum við að ráðast í vinnuna
þegar í stað enda viljum við vera
til fyrirmyndar í þessu sem og
öðru. Að mínu viti er afar mikil-
vægt fyrir fyrirtæki að fá þessa
vottun því þetta færir mannauðs-
stjórnun upp á annan stall þar
sem verklag er skýrt og starfsfólk
veit að hverju það gengur og
er vonandi einn liður í að auka
starfsánægju og gera VIRK að enn
eftirsóknarverðari vinnustað.
Þá má ekki gleyma meginmark-
miðinu með vottuninni sem er
að vinna gegn kynbundnum
launamun.“
Auður segir að vottunarferlið
hafi verið afskaplega formfast og
í raun hafi það verið „heljarinnar
vinna“. „Við stóðum reyndar vel
þar sem við vorum fyrir með
ISO 9001 vottun. Ráðast þurfti
í að útbúa margar nýjar stefnur
og endurnýja aðrar eldri. Einnig
þurfti að endurnýja allar starfslýs-
ingar, flokka störfin sem hér eru
unnin og semja svo viðmið fyrir
hvert starf, ásamt undir- og yfir-
viðmiðum. Síðan þurfti að setja
prósentur og stig á starfaviðmiðin
og segja má að þessi þáttur sé sá
flóknasti í vottunarferlinu. Það er
mjög mikilvægt fyrir starfsfólk að
faglegt og skýrt ferli sé á bak við
ákvörðun launa í fyrirtækjum og
úttekt sé gerð af hálfu óháðs aðila,
þ.e. vottunarstofu.“
Það er einnig gott að í ferlinu
þurfti að útbúa Jafnréttisáætlun
sem Jafnréttisstofa varð að sam-
þykkja sérstaklega. „Inni í þeirri
áætlun er mjög margt sem til
dæmis tengist Metoo-byltingunni
og skiptir fyrirtæki miklu máli.
Þar má nefna kortlagningu á því
hvernig tekið er á málum þegar
upp kemur áreitni eða annað
slíkt. Ég myndi segja að fyrirtæki
standi mjög vel þegar þau fara í
gegnum þetta ferli og ég hvet fleiri
til að drífa í þessari vinnu.“
Lokaúttektin á jafnlaunakerfi
VIRK fór fram í apríl síðastliðnum
og var gerð af vottunarstofu BSI á
Íslandi. „Við fengum þá umsögn
að engin frábrigði hefðu fundist
og að útskýrður kynbundinn
launamunur 1,1% væri konum í
hag, sem verður að teljast glæsileg
niðurstaða.“
Þá má nefna að VIRK er eitt
fimmtán fyrirtækja sem teljast til
„Fyrirmyndarfyrirtækja“ í flokki
meðalstórra fyrirtækja árið 2018,
samkvæmt niðurstöðum könn-
unar VR en markmið hennar er að
leita upplýsinga um viðhorf starfs-
fólks til vinnustaðar síns. Eins
gerir VIRK mannauðsmælingar
annan hvorn mánuð þar sem
fylgst er með níu lykilþáttum og
hafa þær mælingar komið mjög
vel út allt þetta ár.
Kynjahallinn áhyggjuefni
Hjá VIRK starfa nú 50 starfsmenn
og eru þar af aðeins fjórir karl-
menn. Auður segir að það hafi
gengið afskaplega treglega að fá
karlmenn til að sækja um og að
hún hafi vissulega áhyggjur af
stöðu mála. „Ég hef meira að segja
útbúið starfsauglýsingu með þeim
hætti að karlmenn voru eingöngu
hvattir til að sækja um. Sem dæmi
get ég nefnt að nýverið auglýstum
við eftir ráðgjafa og í 50 manna
umsóknarhópi var ekki einn
einasti karlmaður. En við erum
virkilega að berjast í því að fá karl-
menn til starfa.“
Auður segir þessa stöðu lík-
lega endurspegla að nokkru leyti
það sem er að gerast í háskólum
landsins. „Samsetningin á okkar
vinnustað er þannig að flestir sem
hér starfa eru háskólamenntað
heilbrigðisstarfsfólk og náms- og
starfsráðgjafar. Ég sá til dæmis að
enginn karlmaður útskrifaðist
sem náms- og starfsráðgjafi úr HÍ
í fyrra.“
Fleiri ættu að fylgja fordæmi VIRK
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður var fyrst fyrirtækja og stofnana í sínum stærðarflokki á Íslandi til
að fá jafnlaunavottun ÍST 85:2012. Fagleg og gegnsæ mannauðsstjórnun sem eykur starfsánægju.
Ásmundur Einar
Daðason, félags-
og jafnréttismála-
ráðherra.
Auður Þórhallsdóttir er sviðsstjóri mannauðsmála hjá VIRK. MYND/ANTON BRINK
8 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . O K Tó B E R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RjAFNRéTTI
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
6
-F
2
0
0
2
1
2
6
-F
0
C
4
2
1
2
6
-E
F
8
8
2
1
2
6
-E
E
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K