Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sennilega er
óhætt að segja
að enginn
forvera hans
hefði lifað
slíkt af í
embætti.
Samstaða
kvenna er
áhrifaríkasta
baráttutækið
til að knýja á
um raunveru-
legar breyt-
ingar, því
kvenfrelsis-
baráttan
krefst rót-
tækrar
skoðunar á
menningu
okkar.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Yfirskrift kvennafrísins í ár er „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“. Mér er til efs að til sé nokkur kona sem ekki hefur gert
fjölmargar tilraunir til að breyta sjálfri sér til að
ýmist falla eða falla ekki inn í þröng kynhlutverk.
Of oft hefur því verið haldið að konum að þær þurfi
að gera hlutina á tiltekinn hátt til að misrétti gegn
þeim heyri sögunni til. Í einhverja tíð voru skýringar
á launamun kynjanna sóttar í að konur væru ekki
nægilega menntaðar. Nú þegar konur eru í meiri
hluta þeirra sem sækja sér háskólamenntun hafa
skýringarnar breyst. Þetta er ekki ósvipað og að
hlaupa langhlaup en endamarkið færist alltaf fjær.
enn er langt í land
Margt hefur áunnist síðan 1975 þegar konur lögðu
niður störf í fyrsta sinn og margar konur af minni
kynslóð eiga sinn pólitíska feril undir almennum
leikskólum og lögum um fæðingarorlof. Enn er
þó langt í land. Ekki hefur tekist að útrýma launa
mun kynjanna og konur vinna jafnframt stærstan
hluta ólaunaðrar vinnu, svo sem við barnauppeldi
og heimilisstörf. #églíka bylgjan afhjúpaði kerfis
bundið ofbeldi og áreitni sem konur í öllum lögum
samfélagsins hafa mátt búa við. Ofbeldi gegn konum
er í senn orsök og afleiðing kynjamisréttis og ein
orsök þess hversu hægt gengur að byggja upp sam
félag jafnréttis.
áhrifaríkasta baráttutækið
Samstaða kvenna er áhrifaríkasta baráttutækið til
að knýja á um raunverulegar breytingar, því kven
frelsisbaráttan krefst róttækrar skoðunar á menn
ingu okkar. Ég mun því fara úr vinnunni kl. 14.55
og taka þannig þátt í baráttunni fyrir betri heimi.
Til þess að snúa aftur á morgun og halda áfram að
vinna að kvenfrelsismálum í mínu starfi.
Kæru konur, leggjum niður launuð og ólaunuð
störf í dag og sameinumst á útifundum um allt land.
Höldum síðan áfram því þrotlausa starfi að breyta
samfélaginu.
Göngum út!
Katrín
Jakobsdóttir
forsætisráðherra
byltingarbækur á bessastöðum
Hörður Torfason og Guðni Th.
Jóhannesson teljast til skrásetjara
hrunsins. Bók Guðna, Hrunið,
kom út 2009 og á tíu ára bylting-
arafmælinu sendi Hörður frá sér
bókina Bylting. Nokkrar breyt-
ingar hafa orðið á högum beggja.
„Guðni Th. orðinn forseti og ég
ellismellur,“ eins og byltingar-
skáldið orðar það á Facebook.
Við bókarskrif sín leitaði Guðni
til Harðar, sem þá var „tættur
og þreyttur eftir átök vetrarins“
og hefði viljað kafa dýpra með
sagnfræðingnum. Hann sendi því
Guðna eintak af sinni bók þar
sem það sem hann hefði viljað
sagt hafa 2009 var komið á prent.
Guðni þakkaði fyrir sig með því
að bjóða Herði á Bessastaði þar
sem þeir áttu „bráðskemmtilegan
og fræðandi fund saman um
bækur og baráttu“.
Vigdís býður upp á bragga
Vigdís Hauksdóttir hefur verið
í jötunmóð í braggamálinu í
borgarstjórn. Hún boðar til opins
fundar klukkan 10.30 á laugar-
dagsmorgun í Hafnarstræti 20.
„Óhætt er að segja að borgarmál-
in hafa verið mikið í umræðunni
að undanförnu,“ segir Vigdís í
fundarboðinu þannig að af nógu
verði að taka. Hún býður upp á
„kaffi og bragga“ og á þar líklega
við súkkulaðihjúpaðar bragga-
kökur frá Kristjánsbakaríi sem
njóta nokkurra vinsælda þessi
dægrin, ekki síst hjá Miðflokks-
fólki. thorarinn@frettabladid.is
Frá því að Donald Trump steig fram sem mögulegt forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur hann verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að ómögulegt er að telja þau öll upp. Forsetaefnið þáverandi leyfði sér að segja hluti sem enginn annar
stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi kæmist
upp með; hann hefur opinberað vanþekkingu sína á
alþjóðamálum, hafnað hugmyndum sem hingað til
hafa verið talin sjálfsögð mannréttindi í þróuðum
ríkjum, vaðið fram með sleggjudómum um ákveðna
trúarhópa og sýnt konum ótrúlega vanvirðingu, svo
fátt eitt sé nefnt.
Síðan varð hann forseti. Þá vonuðu margir Banda
ríkjamenn að upphrópanir hans í baráttunni hefðu
verið liður í því að fá ákveðinn hóp kjósenda með sér
í lið, frekar en að um væri að ræða hans eigin skoð
anir. Svo reyndist ekki vera. Þvert á móti. Síðan steig
klámstjarna fram og greindi frá framhjáhaldi sínu
með forsetanum og í ljós kom að Rússar virðast með
ólögmætum aðgerðum hafa liðsinnt honum í því að
komast á forsetastól. Sennilega er óhætt að segja að
enginn forvera hans hefði lifað slíkt af í embætti.
Kjósendur forsetans virðast hins vegar hafa þróað
með sér nokkurs konar ónæmi fyrir orðum og
gjörðum forseta síns. Að minnsta kosti sýna skoð
anakannanir að hann nýtur jafnvel meiri stuðnings
en forveri hans, Barack Obama, á svipuðum tíma á
hans forsetatíð.
Og nú íhugar rík is stjórn Trumps að afmá skil
grein ingu á trans fólki, en í Bandaríkjunum er talið
að rúm ein og hálf milljón manna skilgreini sig sem
trans. Í minnisblaði úr heilbrigðisráðuneyti Banda
ríkjanna, sem The New York Times komst yfir og
birti fréttir upp úr, yrði lagalegri skilgreiningu kyns
breytt þannig að allir Bandaríkjamenn teljist til þess
kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu.
Því fáist ekki breytt nema með óyggjandi niður
stöðum erfðafræðiprófana.
Ljóst er að mannréttindi transfólks eiga víða undir
högg að sækja, en allmörg ríki Bandaríkjanna hafa
staðið nokkuð framarlega á alþjóðavettvangi hvað
það varðar undanfarin ár. Aðgerð á borð við þá sem
ríkisstjórn forsetans boðar nú er ekki bara afturhvarf
til fortíðar. Hún er sorgleg og elur á sundrungu. Hún
lýsir einfaldlega mannhatri.
Ísland má sín ef til vill ekki mikils í hinum stóra
heimi. En á sviði mannréttinda höfum við í gegnum
tíðina haft sterka rödd og þrátt fyrir dægurþras, náð
miklum árangri. Lengi hefur staðið til að innleiða
lagaleg réttindi transfólks á Íslandi. Nú er tíminn til
þess að ganga á undan með góðu fordæmi og klára
það líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Nú er líka
mikilvægt að við höldum áfram að tala fyrir hug
sjónum okkar þjóðar um mannréttindi, valfrelsi, um
baráttu gegn ranglæti á alþjóðavettvangi.
Íslendingar mega ekki verða ónæmir líkt og kjós
endur forsetans virðast orðnir. Þessari aðgerð þarf að
mótmæla sem víðast. Fögnum fjölbreytileikanum.
Mannhatur
2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M I Ð V I k U D A G U r10 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
7
-2
3
6
0
2
1
2
7
-2
2
2
4
2
1
2
7
-2
0
E
8
2
1
2
7
-1
F
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K