Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 26
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 Jafnréttismál hafa fylgt mér í áratugi. Ég fór snemma að hafa áhuga á þeim og það sem mótaði mig var að alast upp á tímum þegar Kvennalistinn kom sterkur inn og Vigdís Finnboga- dóttir var kjörin forseti, fyrst kvenna í heiminum. Að hafa svo sterkar fyrirmyndir í kvennabar- áttu hafði mikil áhrif á unglings- stelpur upp úr 1980 og þetta var mikil bylting. Í kjölfarið fylgdu miklar samfélagsbreytingar og boltinn fór að rúlla af stað.“ Þetta segir Katrín Björg Rík- arðsdóttir, sem tók við sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu í desember 2017. „Jafnréttismál hafa verið stór partur af mínu daglega lífi frá því ég var ráðin ein af fyrstu starfs- mönnum nýstofnaðrar Jafnréttis- stofu árið 2000. Ég er því komin aftur á upphafsreitinn og finnst frábært að fá tækifæri til að sökkva mér í málaflokk sem mér finnst skipta svo miklu í samfélaginu. Brýnast finnst mér að horfa á sam- hengi hlutanna. Sem dæmi, ef við tökum fyrir launajafnrétti þurfum við líka að horfa á kynjaskiptingu á vinnumarkaði og hlutverka- skiptingu á heimilum, hvað ríki og sveitarfélög bjóða í skólavist og frístund, sem og fæðingarorlof og bil á milli orlofs og skóla, áreitni og ofbeldi. Allt hangir það saman í stóra samhenginu og ef við ætlum að laga einn hlut þurfum við einn- ig að horfa á þann næsta. Stundum finnst mér yfirsýnina hafa vantað og kannski eðlilega því það sem hrópar hæst nær athyglinni fyrst en það er svo ótal margt fleira sem þarf að skoða,“ segir Katrín. Vilji löggjafans er skýr Jafnréttisstofa annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála. „Fyrstu almennu jafnréttislögin voru sett á Íslandi árið 1976, í kjölfar kvennafrídagsins 1975. Þá var mikill þrýstingur frá kvenna- hreyfingunni að tekin yrðu áberandi skref og ríkið tæki fast á jafnréttismálum. Lögin hafa svo verið endurskoðuð með reglulegu millibili til að standast tímans tönn og hafa haft mikil áhrif. Það skiptir sköpum að vera með skýra löggjöf í jafnréttismálum og sýnir vilja löggjafans um að hér sé málum vel háttað,“ segir Katrín og bendir einnig á athyglisverð lög um launajafnrétti frá árinu 1961. „Þá átti launataxti karla og kvenna að verða sá sami og átti að kippa málum í lag á fáeinum árum þótt nú 57 árum síðar sé enn verið að mismuna kynjum í launum. Þegar kafað er í launagreiningar kemur í ljós að ótal margt spilar inn í launamisréttið; vinnutími kynjanna er ólíkur, vinnumarkað- urinn er kynjaskiptur og horfa þarf til fleiri samverkandi þátta. Því er gott að vera nú komin með enn ítarlegri lög og á hreint hver vilji löggjafans er.“ Einstakt á heimsvísu Jafnréttislög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla eru nú á leið í heildarendur- skoðun. Nýlega bættist við ákvæði um að fyrirtæki og stofnanir fái úttekt á jafnlaunakerfi sínu í sam- ræmi við íslenskan jafnlaunastaðal við 19. grein sem fjallar um launa- jafnrétti. „Við eigum íslenskan jafnlauna- staðal sem var þróaður í sam- vinnu stjórnvalda, stéttarfélaga og samtaka aðila á vinnumarkaði og átti upphaflega að vera valfrjáls en það lýsir gríðarlegum metnaði lög- gjafans að hafa nú ákveðið að gera hann að lagaskyldu,“ segir Katrín. „Landslög um að fyrirtæki öðlist jafnlaunavottun er mikið nýmæli og hefur vakið gríðarlega athygli. Það er einstakt á heimsvísu að fyrirtæki og stofnanir séu skyldug til að innleiða jafnlaunastaðal. Í jafnréttislögum eru líka heimildir til að beita fyrirtæki dagsektum og verður horft til þeirra ef fyrirtæki skila jafnréttisáætlunum ekki inn eða sinna því ekki að fá vottun samkvæmt jafnlaunastaðli,“ segir Katrín. Ein af forsendum þess að inn- leiða vottun jafnlaunastaðals er að jafnréttisáætlun fyrirtækja sé í samræmi við gild jafnréttislög. Jafnréttisáætlanir fyrirtækja og stofnana ná til lagagreina sem lúta að vinnumarkaði; launajafnrétti, lausum störfum, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri áreitni og kynbund- inni áreitni. „Til að byrja með eiga stærstu fyrirtækin, með 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrund- velli, að hafa öðlast jafnlauna- vottun fyrir lok árs 2018 en í næsta holli verða það fyrirtæki með 150-249 starfsmenn og svo koll af kolli þar til árið 2021 að smæstu fyrirtækin, með 25-89 starfmenn, eiga að hafa öðlast þessa vottun. Með því er ábyrgð atvinnurekenda gerð mjög skýr og munum við á Jafnréttisstofu leggja áherslu á það, en einnig ýmislegt fleira, eins og fræðslu og samstarf við hagsmuna- samtök og atvinnulíf til að koma þessum málum í gott horf,“ segir Katrín. Gegnsætt og uppi á borðum Íslenski jafnlaunastaðallinn leggur áherslu á að til séu málefnalegar útskýringar á öllu; góðar lýsingar á störfum, starfagreiningar og að ljóst sé fyrir hvað verið er að greiða laun. „Nú þarf að vera uppi á borðum hvað útskýrir launamismun kynjanna. Það mun kalla á aukið gegnsæi og tækifæri til að hafa góða launaáætlun og gott launa- kerfi þar sem ekkert er falið. Þegar fyrirtæki kynnir starfsfólki niðurstöður á að tryggja að þær gefi nægjanlegar upplýsingar til að hægt sé að meta hvernig launa- stefnan reynist,“ upplýsir Katrín. Sérstakar vottunarstofur munu hafa eftirlit með jafnlaunavottun fyrirtækja og stofnana. „Þær munu skoða öll skjöl sem lúta að jafnlaunamálum, taka út hvort um launamun sé að ræða eða ekki, og aðstoða fyrirtæki við að grípa til ráðstafana ef launamunur er fyrir hendi. Þegar fyrirtækin hafa svo fengið jafnlaunavottun kemur Jafnréttisstofa til skjalanna með því að halda skrá yfir fyrirtæki sem fengið hafa vottun en jafn- launavottun þarf að endurnýja á þriggja ára fresti. Jafnframt veitum við fyrirtækjum heimild til að nota sérstakt jafnlaunamerki. Margir aðilar koma að þessu nákvæma og vandasama verki og fara fram árlegar úttektir til að auðvelda fyrirtækjum að standa við áætlanir sínar,“ segir Katrín. „Það þarf skýra og góða heildar- sýn yfir launamál landsmanna, enda höfum við séð að starfsmenn eru ánægðari ef þeir vita og hafa sönnun fyrir því að komið sé jafnt fram við starfsmenn og þeir hafa ekki á tilfinningunni að þeim sé mismunað. Það skilar sér í bættri líðan starfsmanna og auknu vinnu- framlagi.“ Óheimilt að brjóta á fólki Jafnréttisstofu var falin fram- kvæmd tveggja glænýrra laga hinn 1. september síðastliðinn. Katrín segir samfélagið eiga eftir að uppgötva nýju lögin. „Þetta eru lög nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, og svo lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyn- einkennum eða kyntjáningu,“ útskýrir Katrín og sér fram á mörg ný og spennandi verkefni í upp- siglingu. „Mikil þörf var á þessum lögum sem eru viðbrögð við tilskipun Evrópusambandsins og óhætt að segja að þau séu mikill styrkur fyrir íslenska mannréttindalög- gjöf. Á Íslandi er nokkuð löng hefð fyrir markvissu jafnréttisstarfi og við komum ansi vel út úr alþjóð- legum samanburði.“ Því sé brýnt að almenningur átti sig á því að nú séu loksins til lög sem styðja við jafnrétti á víðari hátt en áður. „Ný lög um jafna meðferð á vinnumarkaði geta komið á ólíkan hátt við vinnumarkaðinn. Þannig snertir jöfn meðferð vegna aldurs mögulega vinnumarkaðinn öðruvísi en fötlun eða kynvitund. Það verða örugglega fjölmargar ólíkar upplifanir og nálganir sem snerta nýju lögin en þau snúa meðal annars að aðgengi fólks að störfum, ráðningum og fram- gangi í starfi, að aðgengi fólks að náms- og starfsráðgjöf og klárlega að launum, starfskjörum og upp- sögnum. Því verður mjög gagnlegt fyrir samfélagið að máta sig inn í lagarammann og átta sig á að vinnuveitendur bera ábyrgð og að það er óheimilt samkvæmt lögum að mismuna fólki beint og óbeint. Nú er loks kominn formlegur farvegur fyrir víðari skilgreiningu jafnréttis og leið til að fólk fái aðstoð til að átta sig á hvort mál þeirra heyri undir þessi lög og hvernig það getur borið sig að til að fá aðstoð og ráðgjöf.“ Lög nr. 85/2018 um jafna með- ferð óháð kynþætti og þjóðernis- uppruna gilda í samfélaginu utan vinnumarkaðsins. „Þau eiga að koma á og við- halda jafnrétti meðal einstaklinga utan vinnumarkaðarins og ná meðal annars til auglýsinga, um vörukaup og þjónustu, bann við mismunun í skólum og uppeldis- stofnunum. Lögin eru svo glæný að við erum ekki enn farin að sjá á hvaða svið mun mest reyna en við ætlum að eiga gott samtal við hagsmunasamtök, fjölmenningar- samtök og víðar til að vera í góðu samstarfi og koma á framfæri upplýsingum. Jafnrétti í íslensku samfélagi er nefnilega ekki lengur bundið við jafnrétti kynjanna ein- göngu því með fjölmenningarlegu samfélagi hefur okkur opnast sýn á að ólíkt fólk er að mörgu leyti samt svo líkt og að öll erum við að fást við það sama, viljum geta notið okkar og haft tækifæri til að gera það sem okkur langar mest og getum best.“ Nánari upplýsingar á jafnretti.is, á netfanginu jafnretti@jafnretti.is og í síma 460 6200. Katrín Björg segir nú allt þurfa að vera uppi á borðum sem útskýrir launamismun kynjanna. MYND/SIGTRYGGUR ARI Landslög um að fyrirtæki öðlist jafnlaunavottun er mikið nýmæli og hefur vakið gríðarlega athygli. Það er einstakt á heimsvísu að fyrirtæki og stofnanir séu skyldug til að innleiða jafnlaunastaðal. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . o K TÓ B E R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RJAfNRéTTI 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 7 -2 D 4 0 2 1 2 7 -2 C 0 4 2 1 2 7 -2 A C 8 2 1 2 7 -2 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.