Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 14
Selfoss - Haukar 25-27
Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir
12, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Hulda Dís
Þrastardóttir 3, Harpa Sólveig Brynjars-
dóttir 2, Sarah Boye Sörensen 1, Kristrún
Steinþórsdóttir 1, Katla Magnúsdóttir 1.
Haukar: Maria Ines Silva Pereira 7, Turið
Arge Samuelsen 5, Berta Rut Harðardóttir
4, Karen Helga Díönudóttir 3, Ragnheiður
Ragnarsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 2,
Rakel Sigurðardóttir 2, Ramune Pekarskyte
1, Hekla Rún Ámundadóttir 1.
Nýjast
Olís-deild kvenna
Meistaradeild Evrópu
E-riðill
AEK Aþena - B. München 0-2
0-1 Javi Martínez (61.), 0-2 Robert Lewan-
dowski (63.).
Ajax -Benfica 1-0
1-0 Noussair Mazraoui (90+2.).
Staðan: Ajax 7, Bayern München 7, Benfica
3, AEK Aþena 0
F-riðill
Shakhtar - Man. City 0-3
0-1 David Silva (30.), 0-2 Aymeric Laporte
(35.), 3-0 Bernando Silva (71.)
Hoffenheim - Lyon 3-3
0-1 Bertrand Traore (27.), 1-1 Andrej
Kramaric (33.), 2-1 Kramaric (47.), 2-2 Tanguy
Ndombele (59.), 2-3 Memphis Depay (67.),
3-3 Joelinton (90+2.).
Staðan: Manchester City 6, Lyon 5, Hoffen-
heim 2, Shakhtar Donetsk 2
G-riðill
Real Madrid - V. Plzen 2-1
1-0 Karim Benzema (11.), 2-0 Marcelo (56.),
2-1 Patrik Hrosovsky (79.).
Roma - CSKA Moskva 3-0
1-0 Edin Dzeko (30.), 2-0 Dzeko (43.), 3-0
Cengiz Under (50.).
Staðan: Real Madrid 6, Roma 6, CSKA
Moskva 4, V. Plzen 1
H-riðill
Young Boys - Valencia 1-1
0-1 Michy Batsuayi (26.), 1-1 Guillaume
Hoarau (55., víti).
Man. Utd. - Juventus 0-1
0-1 Paulo Dybala (17.)
Staðan: Juventus 9, Manchester United 4,
Valencia 2, Young Boys 1.
Handbolti „Ég hlakka til að takast
á við þetta. Við höfðum bara tvær
æfingar og þetta er ótrúlega stuttur
tími. Það þarf að vinna gríðar-
lega vel,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson, þjálfari íslenska karla-
landsliðsins í handbolta, í samtali
við Fréttablaðið um undirbúning-
inn fyrir leikinn gegn Grikklandi í
undankeppni EM 2020.
Guðmundur leggur mikla áherslu
á varnarleikinn að þessu sinni.
„Við þurfum að ná varnarleiknum
í gang. Það tekur oft lengri tíma að
vinna með hann því vörnin er svo
mismunandi hjá félagsliðunum sem
leikmennirnir leika með. Það er
hver með sína útgáfu en liðin eru oft
að spila sömu kerfin í sókninni. Það
þarf að ná samhæfingu og aðferða-
fræðinni,“ sagði Guðmundur.
„Síðan ég tók við hefur sóknar-
leikurinn verið mjög góður en
varnarleikurinn misjafn. Hann var
ekki góður í seinni leiknum gegn
Litháen en skárri í þeim fyrri. Við
eigum enn þá talsvert í land í varn-
arleiknum.“
Gríska liðið er ekki hátt skrifað
og fyrirfram er það íslenska miklu
sigurstranglegra. En Guðmundur
hefur aldrei lagt það í vana sinn að
vanmeta andstæðinga sína. Hann
segist þó aðeins renna blint í sjóinn
hvað Grikki varðar.
„Það er svolítið erfitt að átta sig
á styrkleika þeirra. Liðið þeirra er í
mótun og mér finnst ekki auðvelt
að segja hvar þeir standa og hvar
við stöndum gagnvart þeim. Það
er ómögulegt að giska á það. Við
þurfum bara að undirbúa okkur
vel og vera faglegir í okkar nálgun,“
sagði Guðmundur.
Landsliðsþjálfarinn hefur fylgst
vel með gangi mála í Olís-deildinni
enda eru sex leikmenn í íslenska
hópnum að spila hér á landi.
„Ég hef horft mikið á Olís-deild-
ina og það hafa verið margir frá-
bærir leikir. Liðin eru auðvitað mis-
sterk. Selfoss hefur staðið sig einna
best á meðan lið eins og Haukar og
Valur hafa misstigið sig,“ sagði Guð-
mundur. Þrír landsliðsmenn, Elvar
Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og
Ágúst Birgisson, voru í eldlínunni
þegar Selfoss vann FH, 27-30, í frá-
bærum leik á laugardaginn var.
„Haukur og Elvar voru mjög góðir
og Ágúst átti einn sinn besta leik í
vetur. Hann nýtti færin sín vel og
sýndi góða takta,“ sagði Guðmund-
ur að lokum. - iþs
Tekur oft lengri tíma að vinna með varnarleikinn
Guðmundur segir mönnum til á æfingu. FRéttABLAðið/EYþóR
Handbolti Karlalandslið Íslands
og Grikklands hafa fjórum sinnum
áður mæst. Íslendingar hafa unnið
tvo leiki, Grikkir einn og einu sinni
hefur orðið jafntefli.
Íslendingar og Grikkir voru
saman í riðli í undankeppni HM
1997. Ísland vann leik liðanna í KA-
heimilinu, 32-21. Seinni leikurinn í
Aþenu endaði með jafntefli, 20-20.
Ísland og Grikkland mættust í
vináttulandsleik í Kolindros í lok
maí 2002. Guðmundur Guðmunds-
son var þá við stjórnvölinn hjá
íslenska liðinu sem vann þriggja
marka sigur, 28-25.
Guðmundur stýrði Íslandi einnig
þegar liðið mætti Grikklandi í vin-
áttulandsleik í Aþenu í maí 2004.
Grikkir unnu leikinn 25-23. - iþs
Fimmti
leikurinn gegn
Grikkjum
Handbolti Gísli Þorgeir Kristjáns-
son leikur væntanlega sinn fyrsta
keppnisleik fyrir íslenska landsliðið
í kvöld. Andstæðingurinn er Grikk-
land. Gísli er kominn á ferðina á
nýjan leik eftir að hafa verið frá
vegna meiðsla sem hann varð fyrir
í úrslitakeppni Olís-deildarinnar
síðasta vor. Hann kveðst ánægður
með fyrstu mánuðina í herbúðum
þýska stórliðsins Kiel.
„Ég missti nánast af öllu undir-
búningstímabilinu og svo fyrstu
leikjunum. En ég er orðinn heill og
fæ alltaf fleiri og fleiri mínútur. Ég
lít líka á allar æfingar sem leiki. Þar
mæti ég heimsklassa leikmönnum,“
sagði Gísli í samtali við Fréttablaðið
í gær.
Hann segir að dvölin hjá Kiel hafi
staðist allar hans væntingar og gott
betur.
„Þetta er eiginlega betra en ég
bjóst við. Maður gerði sér ekki alveg
grein fyrir því hversu stór hand-
boltinn er þarna. Það er alltaf full
höll,“ sagði Gísli sem er einn þriggja
kornungra leikstjórnenda í íslenska
landsliðshópnum.
Hann sjálfur er 19 ára, Elvar Örn
Jónsson 21 árs og Haukur Þrastarson
17 ára. Þeir njóta stuðnings sér eldri
og reyndari manna, eins og Arons
Pálmarssonar sem fór líkt og Gísli
ungur að árum frá FH til Kiel. Aroni
hefur mikið álit á ungu leikstjórn-
endunum í íslenska hópnum.
„Mér líst mjög vel á þá. Þeir líta
mjög vel út, bæði hvað varðar líkam-
lega þáttinn og skilning á leiknum.
Það sem þeir eru að gera á þessum
aldri er hrikalega flott. Þeir eru
komnir langt og ef þeir halda áfram
á þessari braut þurfum við ekki að
hafa áhyggjur af því að vera með
lélegt landslið í framtíðinni,“ sagði
Aron sem er tilbúinn gefa góð ráð
og vera yngri leikmönnunum innan
handar.
„Ég er ekki gamall en búinn að
vera lengi úti og í landsliðinu. Auð-
vitað miðlar maður af reynslunni til
strákanna og reynir að hjálpa til. En
ég hugsa líka um sjálfan mig og það
sem er best fyrir liðið,“ sagði Aron.
Hann segir að Ísland sé með sterk-
ara lið en Grikkland og liðið ætti
að vera með tvö stig eftir leikinn í
kvöld. Leikurinn gegn Tyrklandi
ytra á sunnudaginn gæti hins vegar
reynst snúinn.
„Fyrirfram eigum við að vinna
þessa leiki. Þetta er skyldusigur á
móti Grikkjum. Við vitum reyndar
lítið um þá en erum á heimavelli og
viljum byrja vel. Útileikurinn gegn
Tyrklandi gæti orðið erfiður og þetta
er krefjandi verkefni,“ sagði Aron að
endingu. ingvithor@frettabladid.is
Svakalegt hvað strákarnir eru
að gera á þessum aldri núna
Íslenska karlandsliðið í handbolta hefur leik í undankeppni EM 2020 þegar það mætir Grikklandi í Laugar-
dalshöll í kvöld. Hafnfirðingarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Aron Pálmarsson eru klárir í slaginn. Aron
hefur hrifist af því sem hann hefur séð af Gísla og öðrum ungu leikstjórnendum íslenska landsliðsins.
Hafnfirðingarnir Gísli og Aron munu vera í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu næstu árin. FRéttABLAðið/EYþóR
Ef þeir halda áfram
á þessari braut
þurfum við ekki að hafa
áhyggjur af því að vera með
lélegt landslið í framtíðinni.
Aron Pálmarsson
2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M i Ð V i k U d a G U r14 S p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð
sport
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
6
-F
B
E
0
2
1
2
6
-F
A
A
4
2
1
2
6
-F
9
6
8
2
1
2
6
-F
8
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K