Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 40
 16 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . o K tó B e R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RjAfNRéttI Jafnréttisstofa stóð fyrir ráðstefnu um samvinnu í heimilisofbeldismálum þann 18. október sl. með yfirskriftinni Gerum betur – Áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál. Ráðstefnan var hugsuð sem vettvangur fyrir fagfólk sem vinnur með heimilisof- beldismál sem og almenning. Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra opnaði ráðstefnuna voru frumsýnd 5 myndbönd sem eru hluti af vitundarvakningunni Þú átt von – sameinum kraftana gegn ofbeldi. Þá voru flutt erindi um hinar ýmsu víddir heimilisofbeldis og almennt um ávinning þess að vinna saman með heimilisof- beldismál milli ólíkra þjónustuað- ila, eins og gert er í Saman gegn ofbeldi. Haldnar voru þrjár málstofur. Sú fyrsta bar yfirskriftina Betra vinnu- lag. Þar var fjallað um hvar þarf að bæta þjónustu við ákveðna hópa þolenda ofbeldis í nánum sam- böndum, svo sem gagnvart fólki með fötlun og fólki sem er óstað- sett í hús eða í neyslu. Sagt var frá bættu verklagi hjá bráðamóttöku Landspítalans gagnvart brota- þolum heimilisofbeldis. Bjarkar- hlíð er nú orðin eins og hálfs árs og komin ágætisreynsla á það úrræði fyrir þolendur og var það kynnt af framkvæmdastýru verkefnisins. Málstofan Betri vernd fjallaði um erfiðleikana við að skilja við ofbeldisfullan maka og hvar glufur er að finna í almennri þjónustu í því ferli. Kynnt var ný rannsókn á ofbeldismönnum og kynning haldin á úrræði fyrir gerendur í heimilisofbeldi, Heimilisfrið. Sú þjónusta er niðurgreidd og opin bæði körlum og konum. Í síðustu málstofunni sagði Þór- hildur Ólafsdóttir, dagskrárgerðar- kona á Rás 1, frá tilurð þáttanna Kverkatak. Henni kom verulega á óvart að ómögulegt var að fá geranda til að stíga fram og segja frá reynslu sinni. Annað var uppi á teningnum með að fá brotaþola til að deila sinni sögu. Í Bjarkarhlíð er sérstakur stuðn- ingshópur fyrir pólskar konur sem upplifað hafa ofbeldi í nánum samböndum. Ania Wojtynska og Maria Jagoda kynntu hvernig úrræðið hefur reynst þátttak- endum. Síðasta erindi ráðstefnunnar var frá Sigrúnu Sigurðardóttur. Hún kynnti rannsókn sem hún vinnur að á því hvernig brotaþolar kynferðisofbeldis hafa komist út úr ofbeldisaðstæðunum og hvað reyndist þeim vel í að ná bata. Ráðstefna Jafnréttisstofu Ráðstefnan var vel sótt. Equileap-stofnunin, sem berst fyrir jafnrétti á vinnustöðum, greindi nýlega upplýsingar frá 3.000 alþjóðlegum stór- fyrirtækjum til að komast að því hvar kynin væru jöfnust og gaf út lista yfir þau 200 stór- fyrirtæki þar sem jöfnuður er mestur. Equileap notaði nokkra ólíka mælikvarða til að meta kynjajafnréttið, en rannsóknin náði bara til opinberra fyrirtækja sem eru metin á meira en tvo milljarða dollara. Bandaríska fyrirtækið General Motors kom best út úr þessum samanburði. For- stjóri fyrirtækisins, Mary Barra, er fyrsti kvenkyns forstjóri fyrirtækisins og fyrsti kvenkyns forstjóri eins stærsta bílaframleið- anda heims. Fyrirtækið hefur jafn margar konur og karla í stjórn og þar er enginn kyn- bundinn launamunur. Franski snyrtivörurisinn L’Oréal lenti í öðru sæti og þar á eftir kom fyrirtækið Kering, sem á ýmis fræg lúxus tískumerki. Forstjóri Equileap, Diana van Maasdijk, segir að mörg fyrirtæki hafi stigið stór skref í átt að auknu jafnrétti kynjanna síðastliðið ár, en að slík fyrirtæki séu enn undantekn- ingin, en ekki reglan, og að fleiri fyrirtæki ættu að leggja áherslu á jafnrétti starfs- manna sinna. Jöfnustu stórfyrirtækin Mary Barra, forstjóri General Motors, er fyrsti kvenkyns for- stjóri stórs bílaframleiðslufyrirtækis. NoRDICPHotoS/GettY Þórhildur Ólafs- dóttir dagskrár- gerðarkona sagði frá tilurð þáttanna Kverka- tak. Það kom henni verulega á óvart að ómögulegt var að fá geranda til að stíga fram og segja frá reynslu sinni. 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 7 -3 2 3 0 2 1 2 7 -3 0 F 4 2 1 2 7 -2 F B 8 2 1 2 7 -2 E 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.