Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 20
Síðustu ár hafa verið ágæt í takt við uppsveifluna í bygg-ingariðnaðinum en þetta er fljótt að koma og fljótt að fara enda er engin atvinnu-grein jafn sveiflukennd. Það
koma mögur ár og þá er gríðarlega
mikilvægt fyrir fyrirtæki í þessum
bransa að hafa mikið og gott eigið fé
til þess að takast á við sveiflurnar,“
segir Gylfi Gíslason, framkvæmda-
stjóri og einn eigenda Jáverks, í viðtali
við Markaðinn. Hann nefnir í þessu
samhengi að fyrir fjármálahrunið
2008 hafi um 15.000 manns starfað
í mannvirkjageiranum. Sá fjöldi hafi
síðan skroppið saman í nánast ekk-
ert á einum degi. „Það er dýrt að reka
fyrirtæki sem þarf að vera eins og
harmóníka.“
Jáverk hefur skilað hagnaði öll ár
frá stofnun fyrir utan eitt. Hagnaður
fyrirtækisins tvöfaldaðist á árinu
2017 þrátt fyrir að tekjur hefðu
dregist saman um 12 prósent, eða úr
sex milljörðum króna í 5,3 milljarða.
Spurður hvort hann finni mun á
umsvifum í byggingariðnaðinum í
heild sinni á árunum 2017 og 2018
segist Gylfi ekki hafa fundið fyrir
miklum samdrætti en eðli verkefn-
anna sé að breytast.
„Sú gríðarlega uppbygging í ferða-
þjónustunni sem hefur átt sér stað
á síðustu árum er langt komin og ég
tel að henni sé að ljúka. Það er orðið
erfiðara að fjármagna stór verkefni í
greininni. Á móti kemur að sveitar-
félög eru byrjuð að fjárfesta í skólum
og öðrum innviðum í auknum mæli
eins og þörf hefur verið á. Svo eru
fram undan verkefni hjá ríkinu sem
hefur varla byggt hús mjög lengi,“
segir Gylfi og bætir við að hann telji
það hafa verið skynsamlega stefnu
hjá stjórnvöldum.
„Gamla hagstjórnin á Íslandi var
alltaf þannig að ríki og sveitarfélög
mögnuðu sveiflurnar með því að
bæta í meðan á uppsveiflu stóð og
skera alveg niður í niðursveiflum í
stað þess að nota opinberar fram-
kvæmdir til sveiflujöfnunar. Ég vona
að það sé komin meiri skynsemi í
hagstjórnina og að það hafi verið
ástæðan að baki því að stjórnvöld
hafa haldið að sér höndum. Það er
auk þess mun hagstæðara fyrir stjórn-
völd að framkvæma með þeim hætti.“
Stórfelld uppbygging sameini fylkingar
Framkvæmdastjóri Jáverks segir að uppbyggingu í ferðaþjónustu sé að ljúka þar sem erfiðara sé orðið að fjármagna stór verkefni. Þá
telur hann að ákall um stórfellda uppbyggingu íbúða geti sameinað fylkingar í þeirri kjaradeilu sem vofir yfir vinnumarkaðinum.
Gylfi segist vona að meiri skynsemi sé komin í hagstjórnina á Íslandi og að það hafi verið ástæðan að baki því að stjórnvöld hafa haldið að sér höndum í uppbyggingu síðustu ár. Fréttablaðið/Eyþór
Blanda af viðskiptaviti og tækniviti
Gylfi réði sig hjá verktakafyrirtæki
eftir stúdentspróf og vann þar í
sjö ár. Þá hóf hann viðskiptafræði-
nám við Háskólann á Bifröst og
eftir það lá leiðin út í mastersnám
í fjármálum í Edinborg. Þegar Gylfi
kom heim úr námi vann hann
meðal annars sem fjármálastjóri
hjá stóru verktakafyrirtæki í fjögur
ár og árið 2004 keypti hann Jáverk
ásamt viðskiptafélaga sínum,
Guðmundi B. Gunnarssyni húsa-
smíðameistara. Síðan þá hafa tveir
starfsmenn bæst við eigenda-
hópinn.
„Ég hef ólíkan bakgrunn miðað
við marga aðra í þessum geira og
það hefur hjálpað til. Verktaka-
fyrirtækjum hefur jafnan verið
stýrt af húsasmíðameisturum eða
tæknimenntuðum einstaklingum
sem er gott og gilt en við höfum
haft öðruvísi nálgun með því að
blanda saman tækniviti og við-
skiptaviti. Það hefur til dæmis
komið sér vel þegar við erum að
fara yfir tilboð. Við vinnum mikið í
hópavinnu og það er alltaf kostur
þegar það koma ólík sjónarmið á
hlutina.“
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Það eru margir sem
átta sig ekki á því
hversu mikil áhrif gengið
hefur á byggingariðnaðinn.
Það er nánast ekkert annað
íslenskt byggingarefni en
mölin í steypunni og því hafa
gengissveiflur samdægurs
brein áhrif á byggingar-
kostnað.
Gylfi Gíslason,
framkvæmdastjóri Jáverks
Jáverk lauk í ár við stórfellda uppbyggingu fyrir bláa lónið sem fól m.a. í sér byggingu lúxushótels. mynd/anton brink
2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M I Ð V I k U D A G U r6 markaðurinn
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
7
-0
A
B
0
2
1
2
7
-0
9
7
4
2
1
2
7
-0
8
3
8
2
1
2
7
-0
6
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K