Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 33
Ráðgjafarfyrirtækið Attentus var stofnað árið 2007. Attentus veitir fyrirtækjum og stofn- unum þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá áherslum mannauðsstjórnunar og hjálpar þeim meðal annars við að fá jafn- launavottun. „Okkar helsta þjónusta hefur verið í formi mannauðsstjóra til leigu. Þá komum við inn í fyrirtæki sem mannauðsstjórar eða mannauðsdeild án þess að vera fastir starfsmenn. Slík þjónusta hentar margs konar fyrirtækjum og stofnunum mjög vel, en við klæðskerasníðum þjónustu okkar eftir þörfum hvers vinnustaðar fyrir sig og fylgjum málum eftir,“ segir Drífa Sigurðardóttir ráðgjafi. „Við veitum líka ráðgjöf og þjónustu á sviði mannauðsstjórnar t.d. þjálfun og starfsþróun, veitum ráðgjöf um vinnurétt og kjaramál, gerum ýmsar úttektir og greiningar og aðstoðum fyrirtæki við undirbúning til að fá jafnlaunavottun. Við höfum unnið með mjög fjölbreyttum vinnustöðum við inn- leiðinguna á jafnlaunavottuninni. Við unnum með umhverfisráðu- neytinu, sem var fyrsta ráðuneytið sem fékk jafnlaunavottun, við erum verkefnastjórar í innleiðing- unni á jafnlaunavottuninni fyrir öll fyrirtæki Icelandair,“ segir Drífa. „Við vorum líka ráðgjafar hjá Saga- film í innleiðingunni þeirra, en það er 30 manna fyrirtæki. Við erum einnig að vinna með HB Granda, Íbúðalánasjóði, Íslandspósti og Íslandsbanka við að innleiða jafn- launavottunina, þannig að þetta eru ólík fyrirtæki með alls kyns ólík störf.“ Auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals „Jafnlaunavottunin tryggir að fyrirtæki framfylgi lögum um að greiða sömu laun fyrir jafn verðmæt störf og að ákvarðanir um laun séu teknar með sambærilegum hætti fyrir alla,“ segir Drífa. „Innleiðingin á jafnlaunavottuninni sjálfri gefur líka mikið meira en bara jafnlauna- merkið. Jafnlaunavottunin gefur fyrirtækjum agaðri vinnubrögð í ákvörðunum um laun og tryggir fag- legri og markvissari ákvarðanir sem varða laun. Þegar við komum að vinnunni við innleiðinguna á jafnlaunastaðlinum byrjum við alltaf á því að greina stöðuna hjá fyrirtækinu og gerum svo aðgerðaáætlun um næstu skref. Það er mjög misjafnt hvernig ráð- gjöf við veitum. Sum fyrirtæki þurfa bara aðstoð við eitthvert eitt atriði, á meðan við höldum í höndina á öðrum fyrirtækjum allan tímann og stýrum verkefninu alfarið,“ segir Drífa. „Þjónustan er því sniðin að þörfum hvers fyrirtækis, þannig að þetta er allt frá því að koma bara inn og taka nokkra fundi yfir í að vera verkefnastjórar og leiða innleiðingu á jafnlaunastaðlinum. Ferlið er hins vegar alltaf það sama. Fyrst þarf að gera jafnlaunastefnu, svo meta virði allra starfa innan fyrirtækisins og að lokum framkvæma launagreiningu. Að auki þarf að koma upp gæða- ferlum til að tryggja markvissari og faglegri nálgun á launasetningu. Fyrirtæki þurfa hjálp við innleið- inguna. Í langflestum fyrirtækjum er launasetningin sjálf vönduð, en það vantar samt agaðri vinnubrögð við launasetninguna. Samkvæmt staðlinum þarf að búa til skipulag í kringum það hvernig þú tekur launaákvarðanir,“ segir Drífa. „Einn af þeim þáttum sem er hvað mikilvægastur í innleiðingunni eru launagreiningar, sem við gerum. Launagreiningin er lykilþáttur í því að kanna hvort kynbundinn launa- munur sé til staðar og í hverju hann felst. Það skiptir rosalega miklu máli að fyrirtæki fái utanaðkomandi aðila til að rýna þessi gögn til þess að tryggja trúverðugleika.“ Öflugt teymi með mikla reynslu „Við höfum sex manna teymi í jafn- launavottuninni sem er mjög öflugt. Við höfum frábært greiningarfólk, þau Helgu Láru Haarde og Kjartan Iversen, sem skoða launagreining- arnar með mjög gagnrýnum hætti. Svo er hún Inga Björg lögmaður, en það skiptir miklu máli að hafa í huga lögfræðilega hlið launa- og kjaramála við innleiðinguna á staðlinum. Ingunn Björk Vilhjálms- dóttir, ég og Ólafía Rafnsdóttir höfum líka allar unnið mjög lengi sem mannauðsstjórar, þannig að við þekkjum það vel hvað þarf til,“ segir Drífa. „Inga Björg og Ingunn Björk voru líka í vinnuhópi sem kom að gerð jafnlaunastaðalsins og ég var ráðgjafi á sínum tíma og vann með fyrirtækjum við að búa til launakerfi með kerfisbundnum hætti. Þannig að við höfum mjög langa reynslu, bæði af staðlinum sjálfum og aðferðinni sem er beitt til að kanna hvort kynbundinn launamunur sé til staðar,“ segir Drífa. „Þessi langa reynsla, bæði af staðlinum sjálfum, innleiðingu hans og af starfsmatshugsuninni, sem við höfum unnið með í 20 ár, er það sem gefur okkur sérstöðu.“ Ráðgjöf byggð á reynslu Drífa segir að það sem gefi Attentus sérstöðu sé hin gríðarlega reynsla sem starfsmenn hafa af bæði jafnlaunastaðlinum og mannauðsstjórnun. Inga Björg Hjaltadóttir, Kjartan Vífill Iversen, Drífa Sigurðardóttir, Helga Lára Haarde og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir eru öll hluti af hinu öfluga teymi Attentus sem sér um jafnlaunavottun. MYNDIR/ERNIR Attentus veitir fyrirtækjum ráð- gjöf varðandi rekstur, mann- auðsmál og jafn- launavottun. Attentus vinnur með mjög fjöl- breyttum fyrir- tækjum og sníður þjónustu að þörf- um viðskiptavina. KYNNINGARBLAÐ 9 M I ÐV I KU DAG U R 2 4 . o k tó b e r 2 0 1 8 JAfNRéttI 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 6 -F 2 0 0 2 1 2 6 -F 0 C 4 2 1 2 6 -E F 8 8 2 1 2 6 -E E 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.