Fréttablaðið - 24.10.2018, Síða 50

Fréttablaðið - 24.10.2018, Síða 50
Markaðurinn instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 24. október 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Stjórnar- maðurinn Það getur vel verið að þetta nýja fólk hafi einhver trix í bakpokanum sem er ekki búið að finna upp og hafa- ekki verið til staðar í 60 ár. Vonandi er það þannig en ég veit ekki til þess að við höfum neitt svoleiðis. Guðmundur Ragnars- son, fyrrverandi for- maður VM 22.10.2018 Eignarhaldsfélagið VGJ, sem er að mestu í eigu Eiríks Vignissonar, hagnaðist um lið- lega 228 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent frá fyrra ári, að því er fram kemur í ársreikn- ingi félagsins. Mestu munaði um söluhagnað hluta- bréfa sem nam tæpri 201 milljón króna á árinu en arður af hlutabréfaeign félagsins var rúmlega 88 milljónir króna. Eigið fé félagsins, sem er að 90 prósenta hluta í eigu Eiríks, framkvæmdastjóra Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, nam 5,4 milljörðum króna í lok síðasta árs en á sama tíma átti félagið eignir upp á 5,7 milljarða króna. Félag Eiríks er á meðal stærstu hluthafa í HB Granda, Heima- völlum og Kviku banka. Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 500 milljónir króna í arð á þessu ári en auk Eiríks er Sigríður Eiríksdóttir hluthafi í félaginu með 10 prósenta hlut. – kij Félag Eiríks með 5,4 milljarða í eigið fé Eiríkur Vignisson PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur Bókhald Áhættustýring Endurskoðun Verðmæti Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði. Ráðgjöf Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar Skattamál Jafnlaunavottun Streymiþjónustan Netflix tilkynnti nýlega að félagið hygðist ráðast í skuldabréfaútboð til að fjármagna framleiðslu nýs efnis. Safna á tveimur milljörðum dala, en Net- flix hyggst eyða 8 milljörðum í eigin framleiðslu á næsta ári. Um er að ræða um þriðjungsaukningu milli ára. Samkvæmt því mun Netflix bjóða upp um 700 sjónvarpsseríur framleiddar undir eigin nafni. Net- flix, sem starfar í 190 löndum og með sína 130 milljónir áskrifenda, er því ekki bara útbreiddasta „sjón- varpsrás“ í heiminum heldur einnig afkastamesti framleiðandinn. Mun afkastameiri en nöfn sem almennt eru tengd við slíka framleiðslu, svo sem Sony, Warner, HBO, Fox og fleiri. Væringar í sjónvarpsbransanum bera þessa líka merki. Hefðbundin afþreyingarfyrirtæki leita sér skjóls í stærri einingum. Bæði Twentieth Century Fox og Comcast buðu í breska sjónvarpsrisann Sky, en Comcast varð hlutskarpara. Disney hefur handsalað samninga um kaup á tilteknum eignum Fox. Við- bragðið við sókn Netflix og Ama- zon og þeirra líka inn á markaðinn virðist því vera að búa til alhliða afþreyingarfyrirtæki sem sinna öllu frá sjónvarps- og farsímaþjónustu yfir í guð má vita hvað. Stærstu aðilar á innlenda markaðnum, Síminn, Sýn og Nova, fara sömu leið. Síminn hefur lengið verið alhliðaafþreyingarfyrirtæki, Sýn varð það með kaupum á tilteknum eignum 365 og Nova virðist einnig vera á sömu leið með nýju appi. Gallinn er að Ísland er lítið mark- aðssvæði sem enn útsettara er fyrir erlendum risum eins og Netflix eða Amazon. Þá sérstaklega er svo virð- ist sem yfirvöld láti slík fyrirtæki ekki spila eftir sömu leikreglum og þau innlendu hvað varðar textun, skattheimtu, takmarkanir við auglýsingum og fleiru. Sérstaða hinna hefðbundnu afþreyingar- fyrirtækja liggur hins vegar enn í íþróttaefninu. Netflix, Facebook eða Amazon hafa ekki enn unnið stórkostlega landvinninga þar, þótt þau hafi dýft tánni ofan í. Ljóst er að markaðsvirði streymiþjónust- unnar Netflix endurspeglar þá trú að framtíðin sé nýju en ekki gömlu afþreyingarfyrirtækjanna. Kannski eru beinar íþróttaútsendingar síðasta haldreipi gömlu risanna á sjónvarpsmarkaði. Því voru eflaust einhverjir sem önduðu léttar þegar í ljós kom að internetfyrirtækin létu réttindin að ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu fyrir Bretlandsmarkað nokkurn veginn í friði. Þróunin í Bretlandi hefur nefnilega oftast gefið vísbendingu um þróun mála. Líklegast er því að áskriftarsjón- varpið lifi áfram enn sem komið er. Að minnsta kosti til næstu þriggja ára. Stafræn framtíð? 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 6 -E D 1 0 2 1 2 6 -E B D 4 2 1 2 6 -E A 9 8 2 1 2 6 -E 9 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.