Breiðfirðingur - 01.04.1955, Blaðsíða 8
Horfnir félagar
Undir þessari fyrirsögn mun Breiðfirðingur birta stuttar
minningargreinar um þá eða þær, sem á einn eða annan
hátt hafa skarað fram úr í félagsmálum þeim, sem vinna
að auknum og áframhaldandi kynnum og meira samstarfi
þeirra Breiðfirðinga, sem að heiman eru fluttir, og reyna
að tengja átthagaböndin sem bezt.
Það skal samt tekið fram, að minningargreinar um aðra
merka Breiðfirðinga verða samt teknar í ritið eftir því sem
rum leyfir og ástæður þykja til.
En þessi þáttur á að vinna það tvennt: Að varðveita
minningar þeirra, sem bezt hafa gert, með ástúð og þökk-
um, og ekki síður að verða öðrum hvatning til að taka upp
það merki sem féll og bera það fram til sigurs og heiðurs
hverju góðu málefni, sem verða kynni æskustöðvunum til
hagsældar og gróandi lífs. Þannig vildu þeir vinna, hinir
horfnu félagar: Islandi allt. Störfum í anda þeirra.
Hér birtast nú minningarorð um tvo af þeim, sem fremst
hafa staðið á verði um hag og heiður átthaganna, þótt
örlögin bæru þá brott þaðan, og þeir séu nú horfnir sjónum
vorum. Þessir menn eru Friðgeir Sveinsson og Jón Hákon-
arson.
Minningarorð
Breiðfirðingafélagið í Reykjavík er enn á bernskuskeiði.
Þó hafa þegar verið höggvin verulega skörð í raðir þeirra
manna, er einna fremst hafa staðið í félagslífinu. Einn