Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 71

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 71
BREIÐFIRÐINGUR 69 Og það, sem mestu skipti, hann „átti búið sjálfur“, eins og harin komst einu sinni svo snilldarlega að orði. En þótt Pétur byggi vel, að því leyti sem að framan er greint, þá verður hans þó ekki lengi minnzt sem bónda. Og mér er nær að halda, að þó að hann hefði fengið til þess aðstöðu í æsku, að reisa bú á góðri jörð, þá hefði hann ekki orðið mikill bóndi — seint gróið við torfuna. Hafið og sjósóknin mundu jafnan hafa seitt hann til sín. Hann var fyrst og fremst sjómaður, veiðimaður, farmaður. A því sviði var hann frábær og verður lengi minnzt. Sjóferða- saga hans verður þó ekki rakin hér, til þess er hvorki staður né stund og kunnugleika skortir mig líka. En einu atviki úr lífi hans vil ég þó bregða upp — einni sjóferðasögu —, því að hún lýsir svo vel skaphöfn hans og innsta eðli. Það var einhvern tíma meðan Pétur átti heima í Skál- eyjum (líklega veturinn 1908), að hann reri undir Jökli vetrarvertíðina. Þeir urðu samferða í verið, hann og Sveinn Jónsson frændi hans úr Skáleyjum. Fyrst komust þeir í Bjarneyjar. En á leiðinni þangað út á Sand hrepptu þeir hið versta veður. Á þá skall suðvestan rok og þreifandi bylur. Þeir urðu þá að snúa aftur og náðu loks landi á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit, eftir djarfa og hættulega sigl- ingu. I þeim hrakningi missti Pétur bát sinn og allar færur, en Sveinn gat bjargað honum og hásetum hans á síðustu stundu. Ekki æðraðist Pétur þennan skaða sinn og létu ver- menn sem ekkert væri. Og þegar veður batnaði var haldið út á Sand og róin þar vertíðin til enda. Um vorið komu þeir heim. Þá var það einn dag, er Pétur var staddur í Flatey, að ungur frændi hans spyr hann, hvað hann hafi nú eiginlega hugsað þarna langt úti á Breiðafirði í vestan- roki, næturmyrkri og þreifandi byl, á sökkvandi bát, þegar ergar skynsamlegar líkur voru til þess að honum yrði hjargað frá bráðum bana. „Eg held nú, að ég hafi ekki

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.