Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 54

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 54
52 BREIÐFIRÐINGUR hærra, unz brúninni er náð. Mér verður á að hugsa til mannanna, sem uppi eru, hvernig færi, ef þeir misstu nú? En auðvitað missa þeir ekki festina. Staðarfellsbóndinn er þykkur undir hönd og átakagóður, og einhver talar um að þar efra sé líka frægur glímumaður og aðrir fleiri, og allt fer þetta vel. Snörp suðaustan gola fer um sundin og minnir okkur á slæma veðurspá, og einnig að enn er margt óséð af dá- semdum strandanna. Við setjumst aftur í bílinn og unga fólkið syngur dægurlög af hjartans lyst. Jón, ó, Jón, bu-bu- tu-tu-ru-tu. Klifið fyrir utan Harastaði vekur athygli. Vegurinn er sprengdur gegnum þetta fáséða stuðlagrjót, það er eins og allir stuðlarnir liggi á hliðinni. Þung högg hafa vegagerð- armennirnir orðið að greiða þessum steinum, unz þeir létu undan og vegurinn varð nógu breiður fyrir bitana. Þegar ekið er fram með klettunum er að sjá eins og maður fari hjá vegg úr höggnu grjóti, að vísu eru allir steinarnir ekki eins í lögun og stærð, en allt er það fellt og slétt, á mann- lega vísu er þetta klettabelti meistaraverk. Annars eru þau furðu mörg klettabeltin úti á ströndunum, bæði tiguleg og stílhrein. Og aftur erum við komin í skóg, stórar, kaffi- brúnar hríslur með grænu blaðskrúði, þekja stórar spildur, golan vaggar þeim, það skrjáfar í lundinum, þegar blær- inn þýtur, þrösturinn vaggar sér á greinunum, margir þrestir, aragrúi þessara indælu söngvara. Við veginn sér ofan á lítið hús með rauðu þaki, líklega sumarbústaður. Það fer svo notalega um litla húsið milli runnanna, og skammt frá niðar áin blá og tær. Þetta er ein fegursta mynd, er ég hef séð, svo yfirlætis- laus, en þó svo sterk í smæð sinni. Því er ver, að nú ætlar þó að rætast veðurspá lítvarpsins. Þegar lengra kemur vestur á Strandirnar, er vindur orð-

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.