Breiðfirðingur - 01.04.1955, Blaðsíða 69
BREIÐFIRÐINGUR
67
að helzt mundi Hafliði hafa kosið að styðja þennan sonar-
son sinn til einhverra mennta. Af því varð þó ekki. Hugur
drengsins stefndi brátt í aðra átt og fjárhagur gamla manns-
ins gerðist þá helzt til þröngur. Sjómennska og veiðiskapur
urðu kærustu viðfangsefni Péturs þegar í æsku. Og tæki-
færin til að glæða þann áhuga skorti ekki. Þau eru lokk-
andi, breiðfirzku eyjasundin á sumrin. Og tíðförult varð
þeim feðgunum kringum eyjarnar á lítilli skektu, sem
Hafliði átti. Stunduðu þeir þá flyðruveiðar og annað góð-
fiski og undu báðir vel sínum hag. — Feitustu flyðru, sem
Pétur sagðist hafa verið með að fá, dró afi hans við svo-
nefndan Klofningsboða, ekki alllangt frá lendingunni í
Svefneyjum. Þegar hún kom í ljósmál og þeir sáu, hvað
skepnan var stór, sagði gamli maðurinn: „Þessi held ég að
verði okkur ofurefli, Pétur minn. En þegar þú setur í svona
skepnu á litlum bát, þá skaltu ævinlega taka hana inn við
hnýfil, allra helzt ef ylgja er, báturinn þolir ekki annað.“
Og vel lánaðist þeim að vinna flyðruna, en afturhlaðin var
þá fleytan. — Hafliði smíðaði handa Pétri litla ár til
notkunar í fyrstu sjóferðunum, því að svo var hann þá
stuttur, að lítt náði hann upp fyrir borðstokkinn á bátnum
og gat ekki valdið venjulegri bátsár í keipnum. Tíðum lét
hann Pétur stýra í þessum sjóferðum og sagði honum gjörla
til um alla sjómennsku á opnum bátum, sjólag og bátaleiðir
á Breiðafirði. Þar kló sá, er kunni, því að Hafliði var jafn-
an talinn með allra fremstu sjómönnum á Breiðafirði, og
nemandinn í listinni mun hafa verið frábær. Sagðist Pétri
oft svo frá, að það litla sem hann kynni til sjómennsku ætti
hann afa sínum að þakka. Og það held ég, að aldrei hafi
Pétri þótt vænna um nokkurn mann en afa sinn, svo mikil
hlýja og virðing var jafnan í tali hans, þegar hann minntist
á hann, enda var Hafliði frábært ljúfmenni og vel látinn
af öllum, er honum kynntust.