Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Blaðsíða 12

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Blaðsíða 12
10 BREIÐFIRÐINGUR framkvæmda, er dauðinn batt enda á líf hans. Friðgeir var kvæntur hinni mestu myndarkonu, Sigríði Magnúsdóttur frá Bæ í Króksfirði. Er faðir hennar hinn mæti athafna- og drengskaparmaður Magnús Ingimundar- son í Bæ, sem kunnur er að rausn og höfðingslund, en móðir Jóhanna Hákonardóttir frá Reykhólum, sem löngu er látin. Friðgeir og Sigríður áttu fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Eru þau öll í bernsku. Þau heita Jóhanna, Sigríður Hrefna, Brynhildur Salóme og Magnús Gunn- laugur. 011 eru börnin hraust og mannvænleg, svo sem þau eiga kyn til. Alast þau upp við umhyggju móður sinnar á heimili hennar í Reykjavík, en á sumrin dveljast þau lang- dvölum hjá afa sínum í Bæ við Króksfjörð, þar sem loftið angar af kjarri og safaríkum gróðri. Friðgeir Sveinsson er fyrsti formaður Breiðfirðingafé- lagsins, sem hnígur að velli mitt í önn félagsstarfsins. Hið síðasta verk hans var að stjórna fjölmennri samkomu í Breiðfirðingabúð. Þar undi hann sér vel. Hann hafði yndi af orðsins list, söng og samneyti við gott fólk. Hann unni átthögum sínum og bar velferðarmál þeirra fyrir brjósti. Að slíkum mönnum er mikil eftirsjá, er þeir hverfa s’ónum samferðamannanna svo skyndilega. Þung er raunin fyrir aldraða og umhyggjusama móður og unga eiginkonu með stóran barnahóp. En huggun er það og harmabót, að Friðgeir heitinn hafði þegar unnið vel og áorkað miklu. Hann var fæddur um vor og á vori kvaddi hann þennan heim. Sumarið var framundan, tími athafna og óleystra verkefna. Megi sú sumarbirta, er hann hvarf frá og fékk ekki notið, lýsa ástvinum hans á langri og farsælli ævi- braut og leika um minningu hans meðan vakir vor í Dölum. Friðjón Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.