Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 12

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 12
10 BREIÐFIRÐINGUR framkvæmda, er dauðinn batt enda á líf hans. Friðgeir var kvæntur hinni mestu myndarkonu, Sigríði Magnúsdóttur frá Bæ í Króksfirði. Er faðir hennar hinn mæti athafna- og drengskaparmaður Magnús Ingimundar- son í Bæ, sem kunnur er að rausn og höfðingslund, en móðir Jóhanna Hákonardóttir frá Reykhólum, sem löngu er látin. Friðgeir og Sigríður áttu fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Eru þau öll í bernsku. Þau heita Jóhanna, Sigríður Hrefna, Brynhildur Salóme og Magnús Gunn- laugur. 011 eru börnin hraust og mannvænleg, svo sem þau eiga kyn til. Alast þau upp við umhyggju móður sinnar á heimili hennar í Reykjavík, en á sumrin dveljast þau lang- dvölum hjá afa sínum í Bæ við Króksfjörð, þar sem loftið angar af kjarri og safaríkum gróðri. Friðgeir Sveinsson er fyrsti formaður Breiðfirðingafé- lagsins, sem hnígur að velli mitt í önn félagsstarfsins. Hið síðasta verk hans var að stjórna fjölmennri samkomu í Breiðfirðingabúð. Þar undi hann sér vel. Hann hafði yndi af orðsins list, söng og samneyti við gott fólk. Hann unni átthögum sínum og bar velferðarmál þeirra fyrir brjósti. Að slíkum mönnum er mikil eftirsjá, er þeir hverfa s’ónum samferðamannanna svo skyndilega. Þung er raunin fyrir aldraða og umhyggjusama móður og unga eiginkonu með stóran barnahóp. En huggun er það og harmabót, að Friðgeir heitinn hafði þegar unnið vel og áorkað miklu. Hann var fæddur um vor og á vori kvaddi hann þennan heim. Sumarið var framundan, tími athafna og óleystra verkefna. Megi sú sumarbirta, er hann hvarf frá og fékk ekki notið, lýsa ástvinum hans á langri og farsælli ævi- braut og leika um minningu hans meðan vakir vor í Dölum. Friðjón Þórðarson.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.