Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 56

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 56
54 BREIÐFIRÐINGUR Bílstjórinn dregur úr ferðinni við hverja þotu, þegar lygnir aftur, er hraðinn aukinn. Þetta er hrikalegasti kafli leiðar- innar, máske veðrið hafi gert hana leiðinlegri en hún annars er. Þar vildi ég ekki vera einn á ferð í myrkri og vondu veðri. Stormhvinurinn í brúninni er nægur til að fá lítið hjarta til að titra. A Tjaldanesmelunum eru tjaldbúðir vegagerðarmanna, vinnuflokkur Jakobs Benediktssonar er kominn hingað, og bílar ferðafólksins hafa sem sagt elt hann kringum Strandir og nú er leiðin opin. Við tjöldin er aðeins einn maður heima, kunningi okkar, Ingimundur Guðmundsson. Allt hitt fólkið er farið á skemmtun suður að Laugum. Ingimundur er svo vingjarn- legur að lofa okkur að setjast í skúr vegagerðarmannanna, meðan við drekkum kaffið okkar. Og svo drekkum við heitt kaffi frá Staðarfelli hér vestur á Tjaldanesmelum. Hér verður hver stormhviða að hvínandi roki. Skúrinn hrist- ist við hverja þotu og tjöldin vagga og slást, eins og þau hafi tapað öllum sínum festum og hælum, þrátt fyrir það þó að Ingimundur hafi neglt og bundið allt, sem hægt var að festa. Hann rétt gefur sér tíma til að drekka kaffið með okkur og segja fáein orð, svo er hann aftur kominn á sprett kringum þetta órólega þorp. Síðar fréttum við, að tjaldborgin hefði öll fokið til grunna það kvöld. Ur þessu var ekki hægt að hafa von um meiri ánægju af ferðinni, stormur og ausandi regn fóru með alla von uni að sjá fegurstu sveit sýslunnar, Saurbæinn. Við brynjum okkur þolinmæði og kjarki, skreiðumst í bílinn, ákveðin í að taka nú hverju því andstreymi, er að höndum ber. Gegnum vætu og storm mótar fyrir kirkjunni, og ég blessa Saurbæinga fyrir að hafa sett hana á svo fagran og áberandi stað. Saurbæingar hafa löngum þótt

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.