Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 11
BREIÐFIRÐINGUR
9
gekk hann í Kennaraskólann. Stundaði hann námið af
kappi á vetrum, en vann öll sumur við sveitastörf, enda
var hann harðduglegur verkmaður.. Man ég vel, er hann
söðlaði hest sinn eftir stranga vinnuviku að sumarlagi og
hleypti um helgar á vit frænda og vina. Var þá oft látið
stíga liðugt, því að fákur hans hreifst af fjöri og lífsgleði
hins unga og hrausta riddara, er þeysti syngjandi móti
sumri og sól. Hvarvetna fylgdi honum fjör og líf. Var oft
glatt á hjalla á Breiðabólstað, þegar slíkan gest bar að
garði.
Eftir kennaraprófið stundaði Friðgeir kennslu við smá-
barnaskóla Isaks Jónssonar í Reykjavík, vann og mikið við
Sumargjöf. Hygg ég, að hann hafi verið vel fallinn til
kennslustarfa, enda greindur vel og barngóður. Seinna
kvaddi hann þó kennslustörfin að miklu leyti. Gerðist
hann starfsmaður hjá bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins og vann þar til dauðadags.
Friðgeir heitinn var mjög félagslyndur maður og sístarf-
andi að félagsmálum. Reyndist hann jafnan góður og ötull
félagi. Hann tók mjög virkan þátt í starfsemi Breiðfirð-
ingafélagsins og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann
var formaður félagsins síðasta árið, sem hann lifði, og
starfaði þar að venju af áhuga og krafti. Það hefur verið
sagt, að markmið Breiðfirðingafélagsins væri í rauninni
tvíþætt. Annars vegar að auka kynningu, efla samheldni og
frjóa samvinnu Breiðfirðinga, er fjarri búa átthögum sín-
um. Hins vegar að varðveita traust kynni við bernskustöðv-
arnar og vinna að framfara- og velferðarmálum þeirra.
Þetta tvíþætta félagsstarf rækti Friðgeir heitinn með ágæt-
um. Hann var tíður gestur í Breiðafjarðarbyggðum eftir
að hann flutti lögheimili sitt til Reykjavíkur. Mun hafa
verið ofarlega í huga hans að snúa aftur heim og búa um
sig í skauti átthaganna, en það áform var ekki komið til