Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Síða 19

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Síða 19
BREIÐFIRÐINGUR 17 steina og þeir reistir upp á bernskustöðvum þeirra. Svipað hafa Norðmenn gert víða á sínum sögustöðum. Og látlaust nafn á látlausum steini er oft áhrifameiri bautasteinn en margan grunar. Hversu merkilega oft getur það ekki vakið hjá okkur ýmsa spurn og eftirgrennslan. Það vill nú svo heppilega til, að hið forna höfuðból svcít- arinnar — Reykhólar — er fæðingarstaður Jóns Thorodd- sens. Bjuggu þar foreldrar hans og ættingjar um langt skeið. Þar gæti einfaldur minningarsteinn með nafni hans komið mörgum í snertingu við sögu staðarins. Aftur liggur bernsku- heimili Matthíasar, Skógar, í afskekktara horni. Nú munu ættmenn hans hafa fengið eignarhald á staðnum, og hyggja sjálfsagt að gera honum eitthvað til sóma í framtíðinni. Með því ætti þó sveitin engan veginn að telja sig lausa und- an ræktarskyldu við minningu þjóðskáldsins. Hennar hlutur er jafnt eftir og að vissu leyti þjóðarinnar í heild — og ríkisins, þótt Akureyringar hafi vígt þessum ástmegi and- ans tvö sín veglegustu menningarmusteri: kirkjuna og bók- hlöðuna. Já, Akureyringar kenndu kirkju sína við Matthías. Hverri annarri stofnun ætti minning hans og nafn frekar að vera tengt en musteri andans og hinna æðstu hugsjóna? Og hvar þá fremur en í hans eigin bernskusveit? Efst á hinum fagra og ávala túnhól Reykhóla liggur grafreitur umgirtur gömlum torfgarði. I miðjum grafreitn- um stendur kirkia — Reykhólakirkja — gjörð af timbri. Eitt sinn hefur hún sjálfsagt verið glæsilegasta húsið í sveit- inni, bæði hið innra og ytra, þegar allir bjuggu í lágreistum torfbæjum. Nú er hún lítilmótlegasta húsið á staðnum, vind- barin, gisin og grá með fúablakkt gólf, skröltandi rúður og gamlan, bláan, blettóttan og rifinn stjörnupappír yfir kórnum. Hverju líkist hún fremur en einstæðu og hrumu gamalmenni, komnu að fótum fram? Enda vantar hana nú
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.