Breiðfirðingur - 01.04.1955, Blaðsíða 45
BREIÐFIRÐINGUR
43
Hinum, sem aukvisar voru og höfðu hálmvisk þar sem
hjartað skyldi, þeim þeytti hann langt af leið sinni eða
tróð þá undir fótum.
Oft hafði Þorri boð inni fyrir vini sína og vildarmenn.
Veitti hann þá vel og kappsamlega, og að þeim veizlum
mat hann mest þá, sem gerrastir voru og flest gátu hroðið
fötin af þeim fagnaði, sem fram var borinn. Matur var
fábreyttur en kjarngóður. Neyttu menn einkum kjöts af
holdi galtarins Gullinbursta, hreinsins Kvíslhorna og bjarn-
arins Igultanna, en supu með Heiðrúnardropa til brjóst-
birtu. Að veizlum þessum var oft „gleði í höll, svo glumdu
hlátrasköll“, eins og hjá Goðmundi á Glæsivöllum, en
annars voru þeir Þorri og Goðmundur ekki líkir um allt.
Þó að Þorri liði átölulaust smáhnútur flvgju um borð, ef
hógvær orð fylgdu, þá var hann svo hreinn og ríklyndur,
að engum leiðst fláttskapur eða opinberar illdeilur. Þar
urðu allir að vera sáttir og samværir, svo að ölri sem að
áti.
Þegar nú Þorri var allur og genginn til feðra sinna, hófu
menn hann í sessi og skipuðu honum á bekk með öðrum
goðum. — Þar lifir hann enn í vitund manna. — Þeir helg-
uðu honum þá þann mánuð ársins, sem honum þótti lík-
astur í viðmóti, og nefndu Þorra. Þeir efndu þá til blóts
mikils, er þeir nefndu „Þorrablót“. Þetta voru hin fornu
norrænu jól. Að þessum blótum reyndu menn að líkja eftir
háttum þeim, er haft hafði Þorri konungur. Vitið þið því,
góðir hálsar, hvað til ykkar friðar heyrir, og til hvers er
af ykkur ætlast á þessu blóti, ef þið viljið sýna Þorra þá
vi ðingu, sem honum er sæmandi og hann mun við una.
Það er: að ganga gerrir og ánægðir til matarins, en þó með
hæversku að nútímahætti.
Um eitt skeið ævinnar þekkti ég Þorra nokkuð, var þó
aldrei honum handgenginn. Og ef þið viljið vita um hverja