Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Blaðsíða 24

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Blaðsíða 24
22 BREIÐFIRÐINGUR Ásbjarnarnesi. Á heimili frænda hans var gnægð efna, fram- farahugur, festa í heimilisháttum og vinnubrögð til fyrir- myndar á þeirra tíma vísu. Dvölin þarna mun því hafa reynzt Torfa sem góður skóli, stælt viljaþrek hans og vakið hjá honum sóknarhug. Á þessum árum kemur Torfi óvænt fram á opinberan vettvang og verður þjóðkunnur maður með sérstæðum hætti. Árið sem hann kom að Þingeyrum hét enskur mannvinur, er ferðazt hafði hér á landi, tvennum verðlaunum fyrir beztu svörin við svohljóðandi spurningu: Hvað á að gera til að draga úr hinum mikla manndauða á íslandi? Fjórar ritgjörðir bárust og um þær dæmdu biskup lands- ins, landlæknir og einn ritstjóri. Fyrstu verðlaun hlaut séra Þórarinn Böðvarsson, prófastur í Vatnsfirði, en önnur verð- laun yngismaður, Torfi Bjarnason í Ásbjarnarnesi. Báðar þessar ritgjörðir voru birtar á prenti. Aðaluppistöðuna í svari Torfa mun að finna í eftirfarandi orðum: „Láttu skynsemina stýra öllum heimilisháttum. Það styrk- ir sál og líkama, veitir gleði og ánægju og lengir líf þitt; en leyfðu ekki vananum að draga hana undir ánauðarok sitt. Það sljóvgar sálina, veikir líkamann, bakar sorg og bágindi og tekur af þér lífið á miðri leið.“ Margt bendir á, að þetta atvik í lífi Torfa hafi hjálpað honum inn á nýja vegi. Hversu margir vinnumenn í sveit á Islandi hafa orðið verðlaunaðir rithöfundar án skóla- göngu? Athygli hlaut að beinast að hinum unga manni — athygli, sem leiddi til athafna. I Húnavatnssýslu var um þessar mundir vaknaður áhugi fyrir að koma upp fyrirmyndarbúi. Höfðu Húnvetningar nú mjög augastað á Torfa til að veita því búi forstöðu. Þetta leiddi til þess, að vorið 1866 sigldi Torfi til Skot-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.