Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 15

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 15
BREIÐFIRÐINGUR 13 fersk, að næstum hver hóll og steinn fékk líf í frásögn hans. Og svo var sem hvít birta ljómaði um svip hans, ef Barmahlíð var til umræðu og framtíð Reykhóla. Sama vorið og Jón fæddist fluttist hann með foreldr- um sínum að Reykhólum, eins og áður segir, og þar ólst hann upp til fullorðins ára, er þau hjónin, Hákon og Arndís, fluttu að Skálmarnes-Múla árið 1920. En næstu ár áður hafði Jón stundað nám við búnaðarskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan árið 1919. Jón giftist 17. apríl 1921 Hjálmfríði Eyjólfsdóttur frá Svefneyjum og hefur hún með rausn og myndarskap mótað það góða álit, sem Bjarkalundur nýtur meðal ferðafólks og Breiðfirðinga heima og heiman. Börn þeirra eru: Sól- borg, Eyjólfur Einar, Hallgrímur og Hákon Arnar. Þau eru öll hér í Reykjavík, enda áttu þau hjónin, Jón og Hjálm- fríður, heima í höfuðborginni frá 1931, en höfðu áður búið fyrir vestan, lengst á Reykhólum. Jón var ötull og áhugasamur félagsmaður. Hann starfaði fyrst sem stofnandi og brautryðjandi í ungmennafélögum í Barðastrandarsýslu, en síðar tók hann mikinn þátt í félags- málum hér syðra. Átthagafélögin hér í höfuðstaðnum voru honum heilög hugsjón, hversu þau mættu styrkja og vernda tengslin milli æskustöðvanna og borgarinnar, og ekki síður hvernig þau börn sveitanna, sem að heiman voru flutt, gætu unnið heimahögunum sem mestan heiður og frama, ekki sízt með samtökum um ýmis framfara og menningarmál, bæði heima og heiman. Það voru þessar hugsjónir, sem skópu og mótuðu Breið- firðingafélagið og síðar Barðstrendingafélagið. Og var hið fyrrnefnda eitt af fyrstu átthagafélögum, sem stofnuð voru á Islandi. Var Jón þar einn meðal áhugasömustu og fórnfúsustu brautryðjendanna. Taldi hann ekkert of erfitt né dýrt, ef

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.