Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
hljómar alþjóðar lof
yfir aldanna rof,
því þeir óbornum veg hafa greitt.“
Það er hluti af seininnheimtum launum þeirra manna,
er haga sér eins og börn að því leyti að þeir eiga svo
heitan hugsjónaeld, að hann bræðir burtu hraunskorpu
eiginhagsmunanna jafnóðum og hún vill þrengja að þeirri
víðfeðma andrúmslofti. Einn af þessum mönnum var Torfi
í Ólafsdal.
En Torfi í Ólafsdal gleymdi ekki sjálfum sér að því
leyti, að heimilishelgin var þar jafnan hjartanu næst. Um
það vitna orð frú Guðlaugar á einhverju erfiðasta tíma-
bili ævinnar. Uppkomin börn þeirra hjóna nutu glæsileika
æskuáranna og öfluðu sér fræðslu og frama. Hásumri
hjónanna sjálfra var tekið að halla. Þá kom sláttumaður-
inn mikli og hjó snögglega og óvænt skörð í hóp fjölskyld-
unnar í Ólafsdal. Ekki færri en fimm börn þeirra hjóna
féllu með stuttu millibili í blóma lífsins fyrir ljánum hans.
Þau gleymast vart þeim sem heyrðu orðin, sem höfð eru
eftir húsmóðurinni í Ólafsdal frá þessum árum: „Það er
hægt að þola allt með Torfa.“
Þessi orð hinnar fögru og tiginbornu konu geymast í
íslenzku bókasafni líkt og fögur perla, sem lætur lítið yfir
sér, en aldrei fellur á.
Ekkert annað en afburðatraust heimilisbygging og trú-
arsterkur hugsjónakraftur gat megnað að mynda þær öflugu
súlur, er stóðu undir þeirri hvelfingu, sem hér var reist
og hér gnæfði hátt um marga áratugi.
Sumarið 1873 fór Torfi til Vesturheims. Hugur margra
efnilegra Islendinga stefndi þá ört vaxandi í þá átt og átti
það eftir að leiða af sér enn meiri fólksstraum þangað en
orðið var. I nágrenni Torfa voru nokkrir ungir menn. er