Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 68

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 68
Pétur Kúld Pétursson „Einn kynlegur halur hœru^grár í hólmanum yzta bjó, mjög hversdagsgœfur, en heldur jár og hafSist mest viS á sjó.“ Á gamlársdag árið 1874 fæddist í Svefneyjum á Breiða- firði drenghnokki. Sá var dökkur yfirlitum, brúneygur og fagureygur og að öllu hinn föngulegasti. — En þó svo væri, var koma hans í þennan heim ekki öllum óblandið fagn- aðarefni. Foreldrarnir voru ungir elskendur, en ógift, og mun svo hafa verið til ætlast, að minnsta kosti af sumum, er nærri stóðu, að þau yrðu aldrei hjón. -—- Þetta fór þó á annan veg, þau Sveinsína Sveinsdóttir frá Vesturbúðum í Flatey og Pétur Hafliðason í Svefneyjum, en svo hétu foreldrarnir, giftust að tólf árum liðnum, gerðust búendur í Svefneyjum og Hvallátrum á Breiðafirði, eignuðust átta gjörvuleg börn, lifðu í farsælu hjónahandi til æviloka og gátu sér hinn bezta orðstír í hvívetna. — Pétur Hafliðason drukknaði á Breiðafirði 29. sept. 1910, en Sveinsína and- aðist á Reykjum í Mosfellssveit hjá Ingibjörgu dóttur sinni og manni hennar, Guðmundi Jónssyni skipstjóra, 28. júní 1928. Drengurinn, sem fæddist á síðasta kveldi þjóðhátíðarárs- ins í Svefneyjum, var skírður Pétur Kúld. Hann ólst upp þar í eyjunum hjá afa sínum og ömmu, Olínu Friðriks- dóttur og Hafliða hreppstjóra Eyjólfssyni. Þegar hann óx úr grasi, gerðist hann brátt augasteinn og eftirlæti afa síns, og er mér sagt af manni, er þar mátti vita glögg deili á,

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.