Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 73

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 73
BREIÐFIRÐINGUR 71 Og loks, kominn langt „yfir lögaldur sakamanna“ gerist hann togarasjómaður um nokkur ár í Reykjavík. Þar gerist sama sagan, hann er með fremstu mönnum, hvar sem taka þarf til hendi á sjónum. En það er sama, hann er ekki á réttum stað, ekki tólf árum á undan tímanum, heldur heil- um mannsaldri. Hefði hann ekki fæðzt fyrr en Islendingar höfðu eignazt kaupskip og sigla um öll heimsins höf, hefði hann áreiðanlega ekki alið allan aldur sinn í Breiðafirði. Saga hans hefði þá orðið allt önnur og kannske meiri. Hafi nokkur maður haft eðli og upplag til þess að: jara á brott meS víkingum, standa upp í stajni, stýra dýrum knerri, halda svo til hpjnar þá var það Pétur Kúld. Enginn hefði sómt sér betur í brúnni á hinum glæsilegu íslenzku kaupskipum en hann. Enginn verið öruggari stjórnari. Vöxturinn, yfirbragðið, framkoman, minnti á fyrirmanninn, höfðingjann, er svo vel hefði sómt sér meðal þeirra, sem fremstir fóru og báru fána Islands hæst og lengst um úthöfin. Pétur Kúld giftist 12. desember 1902 Hallfríði Aradótt- ur frá Múla í Gufudalssveit, og reyndist hún manni sínum tryggur og raungóður förunautur til æviloka. Börn þeirra voru þessi: Ingólfur, fæddur 1. október 1902, nú sjómaður í Reykjavík. Agúst, fæddur 2. ágúst 1906, skipstjóri í Flatey á Breiðafirði. Pétra Sveinsína, fædd 12. október 1910. Hún dó um fermingaraldur. Bræðurnir eru báðir dugnaðarmenn og kippir í kynið um sjómennsku og aflabrögð. Pétur Kúld lézt að heimili sínu í Flatey 22. ágúst 1951. Hann lét ekki eftir sig stórskip, jarðir eða húseignir, né neitt það, sem gerir menn að miklum mönnum í augum fjöldans nú á dögum. Og þar hrökk ekki maður úr háu

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.