Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 41

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 41
BREIÐFIRÐINGUR 39 Frá fyrra hjónabandi átti Margrét 3 börn, er öll ólust upp á heimili hennar og Sveinbjarnar. Árið 1936 fluttist Sveinbjörn með fjölskyldu sína aftur til æskustöðvanna í Breiðafjarðareyjum og átti þar heim- kynni í 14 ár, fyrst hjá dóttur sinni Guðríði og tengdasyni Óskari Níelssyni, hreppstjóra í Svefneyjum og síðan í Flatey. Fjögur seinustu ár ævinnar var hann búsettur hér í Reykjavík. I eyjum vestra stundaði hann kennslustörf að vetrum meðan heilsa hans leyfði og gat sér þar orðstír fyrir ljúf- mennsku og lipurð, en þess á milli leitaði hann sér hvíldar og hressingar í fræðum sínum, einkum ættfræðinni. sem var honum hugðnæmust og auðsveipust allra fræðigreina. Enda þótt Sveinbjörn hafi nokkuð verið við opinber störf riðinn um ævina, munu þau ekki hafa verið honum næst skapi. Svo yfirlætislaus sem hann var, seildist hann aldrei til metorða. Að stjórnmálum gaf hann sig lítið, en hafði ákveðnar skoðanir og stefnumið í þeim málum sem öðrum. Boðaföll stjórnmálaþvargs lét hann ekki raska geðró sinni. Hugðarmál hans stefndu til annarra átta og á þeim vett- vangi vann hann sér traust, vináttu og virðingu allra, er honum kynntust. Stálminni og frásagnarsnilld voru þeir eðlisþættir hans, er mesta eflirtekt vöktu, enda var hann í gl"ðum vinahópi ávallt brennidepillinn. Hann var hagyrðingur góður, en ekki flíkaði hann mikið þeim hæfileikum sínum. Hann var unnandi ljóðagerðar og stór var sá sjóður sagna og lausavísna, er hann átti í fórum sínum. En því miður var hann sér þess of meðvitandi, að allt, sem hann heyrði og naut á örskotsstundu, hlaut örugga geymslu í minni hans, en var ekki skráð annars staðar. Með honum er því að eilífu horfinn mikill alþýðufróðleikur,

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.