Breiðfirðingur - 01.04.1955, Blaðsíða 60
Þrjár breiðfirzkar konur
á raunastund
Ein fyrsta frásögn íslenzkrar sögu segir frá skipbroti
við suðurströndina. Það virðist svo sem undarleg mildi
góðra afla hafi þó stýrt því til hinnar mestu giftu. Má
telja, að þar hafi orðið eitt hið fyrsta og mesta björgunar-
afrek í sögu landsins. Og er það nokkur tilviljun, að upp
úr brotna skipinu stígur fyrsta kristna konan á Islandi?
Hin konungborna móðir göfgustu sona og dætra. Engri er
fremur tiltrúandi en henni að kunna réttu ráðin. Djörf
hetjulund hennar, frelsisþrá, móðurást og guðsást hefur
eygt úrræði þar, sem öllum öðrum voru luktar dyr. Auður
hin djúpúðga stígur eins og gyðja upp úr öldunum, og
lyftir höndum til himins í hljóðri bæn eða helgum lofsöng
og blessar þessa auðu strönd og öll hennar ófæddu börn.
Og vart getur betri táknmynd hinnar íslenzku móður, sem
þakkar fyrir björgun sona sinna og blessar hvert það starf,
sem unnið er til varnar sonum hafsins. Og mundi það of
djarft að álykta, að bænir Auðar djúpúðgu hefðu átt undra-
mátt trúarinnar og móðurástarinnar, sem ásamt hetjulund
hennar og dugnaði hafa alltaf verið öruggasta undirstaða
alls þess, sem bezt hefur verið unnið í mannheimum. Mun
það ekki aflið, sem bezt verður til verndar og varnar gegn
öllum hættum og vandræðum?