Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 30

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 30
28 BREIÐFIRÐINGUR Tíminn líður. Skólinn er hættur að starfa og skólastjór- inn hefur fyllt 7. tug æviára. Utmánaðarstórhríðin geisar í marga daga. En innan veggja í Olafsdal er líf og fjör. Búnaðarnámskeið er haldið fyrir bændur og búalið. Vekj- andi og fræðandi fyrirlestrar og fjörugir málfundir skipt- ast á. Einhvern tíma dagsins er farið út á loft geymslu- hússins og iðkuð íslenzk glíma. Þegar dyr íbúðarhússins eru opnaðar, blasir við iðulaus stórhríð. Það er sama. Ut á loft. Engin miskunn. Hin þjóðlega íþrótt er þreytt af kappi. I útjaðri glímusvæðisins stendur sjötugur öldungur og eggjar fast. Seinasta æviárið er að renna upp. A hlaðinu í Ólafsdal stígur Torfi á bak hesti sínum og heldur í frosti og snjó út hlíð, suður Svínadal áleiðis til Hjarðarholts. Þar er haldið búnaðarnámskeið. Sjötugur æskumaður tekur þar undir við raddir vorsins. Það er seinasti starfsþáttur héraðs- frömuðsins. Sumarið 1902 ferðaðist þáverandi forseti Búnaðarfélags Islands, Þórhallur Bjarnason, um Dalasýslu og kom í Ólafs- dal. I skýrslu um ferð sína, sem birt er í Búnaðarritinu, farast honum meðal annars orð á þessa leið: „Það er kunnugt, hvað Torfi hefur unnið fyrir íslenzkan landbúnað, og þó vart fullmetið enn, hitt liggur ekki jafnt í augum uppi, enda þarf persónuleg kynni til að skilja það og finna, að frá heimilinu í Ólafsdal hefur síðasta aldar- fjórðunginn runnið út yfir landið sérlega hollur og hlýr straumur. Ég á auðvitað ekki við þessa búfræðimenntun þar, heldur viðmótið sem heimili Torfa hefur sett á marga lærisveina þaðan í siðfræði, tápi og trausti á landið.“ Þessi ummæli hins gagnmenntaða áhugamanns um ræktun lýðs og lands er staðföst játning um, hvað fyrsti búnaðarskól- inn á íslandi var fyrir land og þjóð. Eins og pósturinn flytur hið ritaða orð milli fjarlægra

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.