Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Page 54

Bókasafnið - 01.07.2018, Page 54
54 Bókasafnið Öflugt bókasafn var við hvern háskóla og var mikil vinna lögð í að undirbúa sameiningu þeirra. Undirbún- ingsvinnan var þrískipt; endurskipulagning þjónustu, hönnun húsnæðis og innanhússhönnun. Mikið var lagt í endurskipulagningu þjónustunnar en vinna við það hófst þremur árum áður en hin sameiginlega miðstöð opnaði. Sérstakt ráðgjafafyrirtæki var fengið til aðstoðar. Í upphafi var nemendahópur hvers skóla fyrir sig skilgreindur sem ákveðinn hópur með sameiginlegar þarfir og væntingar en fljótlega varð ljóst að málið var ekki svo einfalt. Hefðbundin bókasafns- og upplýsingaþjónusta er ekki nema einn af mörgum þáttum sem nemendur gera kröfu um í nútíma- námsumhverfi og því var ákveðið að hugsa út fyrir boxið og líta til þarfa einstaklinganna en ekki fyrir fram gefinna hug- mynda um þarfir þeirra út frá því hvaða nám þeir stunduðu. Skipaðir voru rýnihópar með nemendum, kennurum og bókasafnsstarfsmönnum og tekin hátt í 200 viðtöl við vænt- anlega notendur. Lögð var áhersla á að koma til móts við mismunandi þarfir viðskiptavina og þeir flokkaðir í hópa eftir persónuneinkennum. Notendur eru mismunandi; nemendur, kennarar, rannsakendur, sumir eru einfarar, aðrir félagsverur, og allt þar á milli. Til viðmiðunar var notað svokallað AT-ONE2 líkan sem samanstendur af fimm þáttum: Actors – að skipuleggja þjónustu í samvinnu við þá sem hlut eiga að máli, Touchpoints – að bjóða upp á þjón- ustu eftir mismunandi leiðum og á mismunandi stöðum, Offering – að bjóða upp á ákveðna kjarnaþjónustu sem er vel skilgreind, Needs – að þjón- ustan uppfylli óskir notenda, bæði sýnilegar og duldar, og að lokum Experiences – að þjónusta sé í eðli sínu tilraunakennd og taki auðveldlega breytingum. Þegar búið er að skipuleggja þjónustuna þarf síðan að gæta þess að hún samrýmist þörfum stofnunarinnar, í þessu tilfelli háskólans. Kanna þarf hvaða áhrif hún hefur á starf skólans, hvernig á að markaðsetja þjón- ustuna og hvort skólinn sé undir það búinn að veita nauðsynlegan stuðning eða hvort breyta þurfi hugsunarhætti. Horft af fyrstu hæðinni niður á jarðhæðina þar sem hönnunin verður óformlegri og litir áberandi Kaffihúsastemning á torginu (Tori) á fyrstu hæðinni og í bakgrunni má sjá hóp fólks hlýða á fyrirlestur 2. AT-ONE Service Design: Actors – Touchpoints – Offering – Needs – Experiences Elín Guðjónsdóttir skoðar sig um Í alrými á jarðhæðinni þar sem litagleðin ræður ríkjum. Pullurnar eru á hjólum og því auðvelt að raða þeim á ýmsa vegu

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.