Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 3

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 3
060 (Rrt BREIÐFIRÐINGUR Ritstjóri: Árelíus Níelsson Tímarit Breiðfirðinffafélagsins 17 ár. — 1958 Aftur heima / nótt ég hef á heimaslóðum gist og hugur minn er fylltur mildri hlýju, því hér ég aftur finn mig sjálfa fyrst, ég finn minn tínda sálarfrið að nýju — og hér í minninganna ástarörmum er unnt að gleyma vonbrigðum og hörmum. Það seitlar inn í særðan huga minn sem söngvastef frá löngu horfnum dögum, er mamma vermdi mig við vanga sinn og vakti yfir öllum mínum högum og kenndi mér að elska ’ið heila og háa en hafna kenndum alls ’ins falska og lága. Sem helgur dómur mér er minning hver um milda leiðsögn allra er dvöldust heima. En Ijósast vakir þó í vitund mér, sú vissa, er ég mun alla stundu geyma: að móðurást er Ijóssins engli líkust og langt frá heimsins gný er auðnan ríkust. LANDSSÚKASAFN 225261 ÍSLANOS

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.