Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 5
Breiðfirzkur
stjórnmálagarpur á 19. öld
Þeim, sem dvalið hafa á hinu forna og fagra höfðings-
setri, Stað á Reykjanesi við Breiðafjörð, verður margt í
minni þaðan, en fátt hefur grópast fastar í vitund mína er
ég dvaldi þar fyrst sem fermingarbarn og síðar sem prestur
en fossinn í fjallinu, leiðin litlu sitt hvoru megin við kirkju-
dyrnar, grafljóð um gamla konu, sem hanga í kirkjunni
og mynd sem hangir í borðstofunni af virðulegum manni
með vangaskegg, breiður um brjóst og enni.
En spyrji maður um þetta verður svarið nánast svona:
Þetta er fossinn, sem syngur Olafs sögu, segir Matthías,
þetta eru leiði barnanna hans sr. Ólafs Johnsen, þetta eru
ljóðin, sem Matthías gjörði um frú Sigríði Johnsen, þetta
er mynd af honum sr. Ólafi Johnsen.
Svona mikil tök hefur andi þessa manns og minning
enn á Stað, þrátt fyrir allar framfarir og glæsibrag, breyt-
ingar og nývirki, sem orðin eru þar, síðan hann dó fyrir
röskum þrem fjórðungum aldar.
En hver var þá þessi maður, meðan hann lifði og starf-
aði? Hví markaði lífsstarf hans og örlög svo djúp spor við
tímans sjá, að seint munu mást?
Þegar saga íslenzkrar frelsisbaráttu verður letruð og
lesin ofan í kjölinn, gnæfir Jón Sigurðsson, sómi Islands,
sverð og skjöldur, þar auðvitað hæst og um nafn hans sindr-
ar sú glóð, sem helgir logar heilla og farsældar, sjálfstæðis
og föðurlandsástar hafa verið kveiktir af. En vart mundi