Breiðfirðingur - 01.04.1958, Qupperneq 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
Ólafur mest athygli fyrir lærdóm og frjálslyndi ásamt
dugnaði.
A Stað gjörðist lífssaga hans og starfssaga því að mestu
leyti, en þar átti hann heimili í 45 ár. Búmaður var hann
mikill og sómdi sér hvarvetna vel.
Matthías, tengdasonur sr. Ólafs yrkir um hann kvæði,
sem honum er flutt í samsæti í Reykjavík háöldruðum og
tekur þar fram, hve vel hann hafi sómt sér, hvort heldur
í öndvegi heimilisins, við altari og í prédikunarstól, eða
á fögrum knörr í svellandi öldum, en þó ekki sízt svífandi
í valsi í danssal. — Það er því auðséð að hvarvetna hefur
þessi höfðingi vakið athygli og víða komið. En sr. Olafur
var þekktur fyrir að vera alls staðar með og blanda geði
við hvern sem var, en slíkt var ekki venjulegt með presta
á 19. öldinni. Hins vegar þótti hann oft of hreinskilinn, há-
vær, frekur í orði og frjálsmannlegur í framkomu, en þó
einkum of afskiptasamur gagnvart því, sem aðrir vildu fela
sérstaklega í siðferðismálum sóknarbarna sinna. Enda mátti
hann í engu vamm sitt vita í allri embættisfærslu og gekk
ríkt eftir, að þar væri allt í röð og reglu. Heimilið var í
föstum skorðum og fornlegt í sniðum.
Góðar lýsingar hafa varðveitzt af sr. Ólafi einkum eftir
Jochum í Skógum Magnússon. Hann segir:
Ólafur E. Johnsen er hár maður á vöxt, jarpur á hár og
skegg, gildur og höfðinglegur á fæti, fríður maður í sjón og
öllu útliti, f jörlegur og djarfur í tali og framgöngu, prédik-
ari góður og sæmilegur raddmaður og skyldurækinn í em-
bætti. Og enn segir hann:
Ól. Johnsen þótti fremur héraðsríkur og harður í tekj-
um, of ljós í orði og berorður og var því fremur virtur en
elskaður. En þó að mörgu mannkostamaður og höfðinglegur
heim að sækja og jafnan glaðvær við gesti þá, er hann rækti.