Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 14

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 14
12 BREIÐFIRÐINGUR Og söngur fossins verður áminning til hvers góðs Breið- firðings um að vaka yfir frelsi, sjálfstæði og framförum þjóðarinnar um ókomin ár og aldir. Þannig verður sr. Ólafi Johnsen og öðrum vormönnum þjóðfrelsis á Islandi bezt þakkað. Heill þeim Breiðfirðingum, sem þannig starfa. 17. maí 1958 Árelíus Níelsson. Lag nr. 155a í Sálmabókinni Þó að dauðans beiskjubikar burtu þoki gleðiskál, þó að titri tár á hvörmum tregi lami sjón og mál, vefur Ijóma, sorgarsortann, sæluminning hugarkœr, mitt í dauðans dapra húmi dásemd lífsins birtist skær. Þó að sollnir stormastrengir stynji biturt heljarlag, þó að hyljist maður moldu myrkvist sól um hæstan dag, máttur lífs og Ijóssins varir lægir storm og gefast hlé. — Upp af lágu leiði vaxa lífsins fögru minjatré. MAGNtS JÖNSSON FBA SKÖGI.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.