Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 17

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 17
BREIÐFIRÐINGUR 15 Uppsátur. sögn Snæbjarnar í Hergilsey, þegar hann lenti í skipreka á Sandi og missti alla menn sína, en bjargaði einn lífinu með fádæma hörku og karlmennsku. Margir eru slíkir harmleikir, sem hér hafa átt sér stað, því léleg eru lendingarskilyrði á Sandi, og litlu eða réttara sagt engu mátti muna, þegar brim- róðurinn var tekinn. Það er undravert, að ekki stærri vör en er á Sandi, því lendingin er ekkert nema vör, skuli hafa haft svo mikla þýðingu fyrir afkomu allra Breiðfirðinga áð- ur fyrr. En þá verður að hafa í huga hin auðugu fiskimið rétt fyrir framan landssteinana. Þegar vélbátar komu til sögunnar, sem mun hafa verið nokkru fyrir fyrri heimsstyrjöld, varð óumflýjanlegt að gera hafnarmannvirki. Ekki var hægt að setja vélbátana eftir hvern róður, eins og gert hafði verið við áraskipin. Arið 1922 var hlaðinn brimvarnargarður í Krossavík, sem er nokkru utar en gömlu lendingarstaðirnir. Garður- inn var steyptur efst, en fremsti hlutinn var hlaðinn úr

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.