Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 21

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 21
BREIÐFIRÐINGUR 19 í siglingum á sínum duggarabandsárum. Heimildir þessar eru þó taldar mjög hæpnar, en sýna á hinn bóginn, hver frægð Rifshafnar var á sínum tíma. Nú eru miklar vonir bundnar við Rif. Þar er verið að byggja landshöfn, og eru framkvæmdir þegar nokkuð á veg komnar. Steypt hefur verið ofan á alllangan kafla efst á rifinu, sandi dælt úr höfninni og bráðabirgðabryggja byggð. Skipulagt hefur verið athafnasvæði og fyrirhugaðar götur og íbúðarhverfi. Var Björnssteinn miðdepill allra mæling- anna. En er þó langt í land, að hafnargerðinni ljúki. En þegar svo er og fyrr ekki, hafa hinir harðfengu og dug- miklu Sandarar fengið þá aðstöðu til sjósóknar, sem þeim ber. Ekki er heldur að efa, að það fjármagn, sem lagt verð- ur í Rifshöfn, muni skila skjótum og góðum arði, því að vafalaust mun rísa þarna mesta verstöð við Breiðafjörð og þótt víðar væri leitað. / ngjaldshóll. Frá Rifi var ekið sem leið liggur að Ingjaldshóli. Ingjald- ur, sonur Alfarins Válasonar landnámsmanns, reisti fyrst- Ur hú að Ingjaldshóli. Síðan hefur Ingjaldshóll jafnan verið í tölu höfuðbóla. Þar sátu sýslumenn Snæfellinga löngum, og þar var eitt sinn önnur stærsta kirkja í Skálholtsbiskups- dæmi, næst á eftir dómkirkjunni í Skálholti. Til Ingjaldshóls var för Eggerts Olafssonar heitið, þegar hann „ýtti frá kaldri skor“ og „niður í bráðan Breiðafjörð í brúðarörm- um sökk“. Ingjaldur átti í höggi við Hettu tröllkonu, sem bjó í Olafsvíkurrenni og var hin mesti meinvættur. Drap hún búsmala bænda og kálaði þeim stundum sjálfum, og svo fór að lokum, að hún kom Ingjaldi fyrir kattarnef. Þó hefði það vafalaust orðið mikið fyrr, ef Ingjaldur hefði ekki

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.