Breiðfirðingur

Issue

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 25

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 25
BREIÐFIRÐINGUR 23 En í sunnan og vestanátt skellur úthafsaldan óbrotin á sandinum, og getur brimið þá orðið geigvænlegt. Fyrir ofan malarkambinn eru tvö lón, og er vatnið í þeim ósalt. Sóttu Dritvíkursjómenn vatn í þau, þegar þurrkar voru. Sem merki um það, hvert afl brimið við Djúpalónssand hefur, er járnbyrðingur úr enskum togara, sem strandaði við Djúpalónssand fyrir 10 árum. Liggur járnið eins og sprek um allan sandinn, og virðist briminu ekki hafa orðið meira fyrir að liða það í sundur en fúasprek væri. Gufu- ketillinn er það eina, sem heillegt er eftir af togara þess- um. Við hann getur brimið ekki beitt afli sínu, því að hann veltur stöðugt undan, en reynir ekki að stritast á móti. Það var í desemberbyrjun, sem togarinn strandaði. Hvíta- logn hafði verið, en á svipstundu var komið afspyrnurok eins og það getur verst orðið undir Jökli. Togarinn sendi út neyðarskeyti og taldi sig vera strandaðan skammt frá Ond- verðarnesi eða undir Svörtuloftum. Björgunarsveitin frá Hellissandi lagði af stað, til þess að freista að bjarga áhöfn- inni, og höfðu leiðsögumenn okkar verið í þeirri för. Var fyrst haldið út að Öndverðarnesi, en síðan meðfram strönd- inni. Urðu menn að bera björgunartækin og allan annan útbúnað. Fundu þeir togarann loks strandaðan við Djúpa- lónssand. Englendingarnir höfðu villzt á Malarrifsvita og Ondverðarnesvita, og því fór sem fór. Björgunarsveitinni tókst að bjarga 7 af áhöfn togarans. Hinir voru ýmist farnir eða tók út, meðan verið var að koma línu út í skipið. Sögðu leiðsögumennirnir, að ægilegt hefði verið að horfa á, þegar mennina var að taka út. Dritvík. Frá Djúpalónssandi var haldið áleiðis út í sjálfa Drit- vík. Um klukkutíma gangur er af veginum og í Dritvík.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue: 1. tölublað (01.04.1958)
https://timarit.is/issue/399399

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.04.1958)

Actions: