Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 28

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 28
26 BREIÐFIRÐINGUR verstöðvum norðan undir Jökli. Mönnum hefur því þótt of áhættusamt að róa vorvertíð í Dritvík, en leitað til annarra verstöðva. Það var aðeins á vorin, sem vertíðin stóð í Drit- vík. A haustin og fyrrihluta vetrar var nógur fiskur inn um allan Breiðafjörð, og þá voru verstöðvarnar Oddbjarnar- sker, Bjarneyjar, Höskuldsey o.fl. En á vorin gegndi öðru máli; þá var veldistími Dritvíkur og annarra verstöðva und- ir Jökli. A þessari öld hefur verið gerð ein tilraun til þess að endurvekja róðra í Dritvík. Var það árið 1927. Frá þeim tíma eru húsatættur í Dritvík. Ekki mun þetta hafa þótt svara kostnaði, og var ekk imeira að gert. Nú er skipsbrots- mannaskýli eitt húsa uppistandandi í Dritvík. Ástarsælan er skammvinn (Lag eftir Martini.) / nœturkyrrð við mánans mildu brá við mætumst þögul með bros á vörum og heit sem vorblær er leikur um lundinn lyftir barminum vaknandi ástarþrá. I næturkyrrð við mánans mildu brá tvœr sálir nálgast í æskunnar ástarþrá — — sem leiftur af sólu í Ijósvakans geimi skín ungur ástarlogi í merlandi muna sem angurvært orð yljað af vorhjartans funa, grá haustkvíðans hönd þó hjaðna lætur þann bruna. — / næturkyrrð við mánans mildu brá tvær sálir nálgast í æskunnar ástarþrá. Sungið af Breiðfirðingakórnum Friðjón Fórðarsoiu

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.