Breiðfirðingur - 01.04.1958, Qupperneq 51
BREIÐFIRÐINGUR
49
um varir þessa víkings. Helmingur sonanna í sjó, eða á
himni. — Fallnir með sæmd góðra drengja að heiðurs-
kransi. Fulltrúi göfgi og víkingslundar breiðfirzkra höfð-
lnSJa) gestrisinn, stórbrotinn, sönn hetja í sorg og gleði. —
Ungmennafélag Flateyjar á skemmtisamkomu. Mesta
athygli veitist aldraðri konu, sem jafnvel gengur þó til
leikja. Guðsfriðurinn er eins og geislakóróna yfir bránum.
I augunum hefur æskan setið að völdum í 95 ár.
Hve sólskinið hefur Ijómað af þessari konu, sem þó hef-
ur staðið við dánarheð allra barna sinna. Hve stór og stolt
hún er og var í ást og gleði og sorgum. Slíkar konur eiga
Rreiðafjarðareyjar, æska í 100 ár.
Gömul kona raular vögguljóð við sonarbörnin sín og
svæfir þau við ævintýri og sögur. Einfalt lagið, og blíð
hrynjandi ljóðsins fellur í stuðla við nið bárunnar, sem
kyssir skerin á sundunum og svæfir máinn á barmi sér.
Svo hneigir konan höfuð og prjónarnir síga kyrrir í
kjöltu bennar. Varir hennar bærast í bæn. Hún biður fyrir
sonum og dætrum í fjarlægðinni, að þau megi varðveita
víðsýni æskustöðvanna, heiðríkju hugans og hita hjartans,
varðveita bænir æskunnar og brosin hennar og tárin. Og
geislar kvöldsólarinnar signa silfurhærurnar fögru. Breið-
firzk móðir á bæn.
Þarna er uppsprettulind skáldskapar og töfrandi fegurð-
ar, sem sannur sonur og dóttir Breiðafjarðareyja þráir að
flytja öllum, sem á vegi þeirra verða.
Og maðurinn á ströndinni, sem var einu sinni drengur í
hamrahlíðinni finnur, að Breiðafjarðareyjar eru orðnar
draumalönd minninganna samofnar uppruna hans og allri
framaþrá, öllu því sem liann óskar börnum sínum bezt.
Og er það annars nokkur furða? — Heima í Flatey, á
grænni grund við dökka kletta, sem teygja þangi vaxna fæt-
urna niður í bláan sæ, er svart hús ,ímynd skugganna, já,