Breiðfirðingur - 01.04.1958, Blaðsíða 52
50
BREIÐFIRÐINGUR
ævilangar forsælu. í þessu húsi býr lítil kona og lítilsvirt.
Ef til vill var hún svipt öllu áður en hún hóf göngu
sína sem kona. Öllu nema einu. Og þetta eina, sem litla
konan í húsinu á bökkunum á, er elskandi hjarta, sem þó
aldrei hefur fengið leyfi til að elska.
Og þessi kona, hún hefur unnið að því um áraskeið að
hlynna að minnstu systrunum, örvasa einstæðingum, sem
enginn elskar. Jú, þá fær hún leyfi til að elska, og fórna
þeim og eyjunni sinni síðustu kröftunum. Ef til vill mundu
aðrir krefjast peninga að launum. En lítilsvirt einstæð-
ingsstúlka í Breiðafjarðareyjum, sem þar að auki er orðin
gömul, óskar einskis nema mega elska. Ein hinna smæstu,
en þó stór. — Er ekki ljóminn af eyjunum líka frá hjarta
hennar?
Og einhverntíma, kannske senn eða eftir áratugi, það
skiptir engu, horfir drengurinn úr hamrahlíðinni inn í ei-
lífðina. Ætli lönd eilífðardraumanna beri ekki svip Breiða-
fjarðareyja dularfull í ljóma morgunsins, gnæfandi yfir
dökkt djúp dauðans?
Arelíus Níelsson.