Breiðfirðingur - 01.04.1958, Síða 53
KRISTJÁN ÞORLEIFSSON:
Siglt undir Jökul
I fleiri áratugi voru sjóróðrar mikið stundaðir frá Hellis-
sandi og Keflavík á Snæfellsnesi af aðkomumönnum, bæði
úr Breiðafjarðareyjum og úr sveitunum í kringum Breiða-
fjörð, einkum sunnanverðu fjarðarins. Almennt var sagt
um þessa menn, að þeir réru undir Jökli og milliferðirnar
voru kallaðar: að fara undir Jökul eða koma heim frá
Jokli. Oft fengu menn vond veður í ferðum þessum og mun-
aði stundum minnstu, að ferðin sú yrði þeirra hin síðasta.
Mér finnst vel við eiga, að allir, sem hafa frá slíkum slark-
sögum að segja, gjörðu það, og væru þær þá bezt geymdar
í „Breiðfirðingi“, enda sumar þegar komnar þangað. Eg
setla að segja hér frá einni Jöklaferð, sem farin var í jan-
úarmánuði árið 1898.
Þennan vetur, eins og oft áður, fóru tveir vinnumenn
frá Bjarnarhöfn til sjóróðra undir Jökul, og var sá, er þess-
Rr línur ritar, annar þeirra. Við vorum ráðnir hásetar hjá
Níelsi B. Jónssyni í Akureyjum og sá hann okkur fyrir fari
úteftir. Hjá honum var eftirsótt skiprúm, bæði vegna þess
hve mikill aflamaður hann var og ekki síður vegna þess
hver afburða sjómaður hann var. Hjá honum fór saman
aræðni og aðgæzla, snarræði og lægni til allra verka á sjón-
um, örugg stjórn og ákveðnar fyrirskipanir. Hukl eða hik
var ekki til í fari hans, auk þess var framkoma hans við
°kkur hásetana þannig, að hann var virtur og dáður af okk-
ur öllum.