Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 58

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 58
56 BREIÐFIRBINGUR Er þá mjög vont að lenda á Sandi og afar vandasamt að stýra þar upp að. Eftir nokkra bið á legunni sagði Guð- mundur okkur að taka róðurinn og drógum við þá ekki af þeim knáleik, sem til var. Guðmundi tókst að lenda bátn- um ágætlega. — I lendingunni biðu okkar margir menn skinnklæddir, og tóku á móti okkur strax og báturinn tók niðri á sandinum, báru af honum og settu hann með okkur. Var þar með þessari ferð lokið. Níels var þá kominn úteftir og urðum við því fegnir. Þrír bátar, sem á eftir okkur voru, villtust líka og voru hætt komnir undir Olafsvíkurenni. Kvæði um rós (Lag eftir G. Reichardt.) í heiðardal við fjallsins fætur vex fögur rós er hreif mitt geð í auðnarmosann á hún rætur en enga ég hef fegri séð. Hún vill þar öðrum ilm sinn hjóða (þó) um hana virðist lítið hirt. — Mér finnst hún ímynd alls hins góða sem oft er smáð og lítilsvirt.----- 0, kæra rós, kæra, mig langar, langar að lifa sem þú. Sungið af Breiðfirðingakórnum. Stefán Jónsson

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.