Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 65
BREIÐKIRÐINGUR
63
með þeim þar til hún giftist, árið 1917, að undanteknum
þeim tíma, er hún dvaldist við nám. Hún útskrifaðist úr
Ljósmæðraskólanum árir 1910, en auk þess stundaði hún
annað nám, bæði munnlegt og verklegt.
Björg naut góðs uppeldis, því að heimili þeirra hjóna
Soffíu og Magnúsar Friðrikssonar var jafnan til fyrirmynd-
ar um reglusemi og myndarskap allan. Samband þeirra
hjóna og barna þeirra var með ágætum.
Þau Björg og Magnús hófu búskap að Túngarði á Fells-
strönd árið 1917. Túngarður er lítil jörð, og var ekki eftir-
sóknarverð þá, er þær umbætur voru ekki búnar að breyta
henni til búsældar, er gerðar voru í búskapartíð þeirra
hjóna. Húsakynnin að Túngarði voru ekki með þeim hætti,
að aðlaðandi væri fyrir ungu húsfreyjuna, sem vanist hafði
góðum húsakynnum hjá foreldrum sínum. Um það var ekki
verið að fást, heldur gengið að því að umbæta það, sem
fyrir hendi var.
Fyrstu búskaparár þeirra hjóna voru hin mestu grasleys-
is- og harðindaár. Verkefni ungu hjónanna voru því bæði
mikil og erfið, þar sem þau urðu að koma upp bústofni
sínum í svo hörðu árferði og við mjög takmarkaðan efna-
hag. Hjá þeim hjónum fór þá saman, sem jafnan síðan,
atorka, hyggindi og samheldni. Þeim tókst að bæta jörð
sína með húsa- og jarðabótum, svo að hún var í fremstu
röð jarða í sveitinni. Búið stækkaði jafnhliða ræktuninni,
og varð eitt arðsamasta bú þar um slóðir. Fyrningar í hlöð-
um uxu með ræktun og bústærð.
Búskaparlag þeirra Túngarðshjóna var byggt á því að
sjá sér og sínum farborða, þótt harðnaði á dalnum, og vetur
entist nokkurt skeið umfram vetrarmánuðina.
Ekki lá hlutur húsfreyju eftir um myndarskap og snyrti-
mennsku. Enda þótt þau Túngarðshjónin hefðu húsað bæ
sinn vel, miðað við það, sem þar um slóðir gerðist upp úr