Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 66
64
BREIÐFIRÐINGUK
1920, skorti þó mikið að húsakynni væri þar nokkuð í þá
átt, er nú gerist..
En umgengni húsmóður var með þeim glæsibrag að um-
hverfið var fínt og smekklegt.
Rausn og myndarskapur ríkti þá ekki síður yfir veiting-
um og handbragði húsfreyju, hvort sem litið var á það, sem
á borð var borið eða handavinnu, er prýddi umhverfið. Þá
nutu gestir alúðar og skemmtunar í viðmóti húsbænda, er
varð þeim ógleymanlegt, og það ekki hvað sízt, hve allt
féll vel saman, alúð, veitingar og smekklegt heimili.
Eins og áður er fram tekið, lærði Björg ljósmæðrafræði,
og hóf starf sem ljósmóðir í Fellsstrandarhreppi árið 1910,
og sinnti því starfi þar til hún fluttist til Reykjavíkur 1951,
eða í 41 ár. Ekki fórust henni þessi störf verr úr hendi en
önnur. Allan þann langa tíma, sem hún sinnti þessu starfi,
fylgdi henni það sérstaka lán, að aldrei varð slys á konum,
og var því þó ekki til að dreifa, að til læknis væri auðvelt
að leita, eða aðstæður á heimilum væru góðar. — Björg
Magnúsdóttir var ekki einungis ljósmóðir, heldur jafnframt
húsmóðir á heimilunum, ef þess þurfti við. Auk þess var
hún hinn skemmtilegasti félagi kvennanna, sem hún hjúkr-
aði.
I félagsmálum sveitar sinnar vann frú Björg mikið starf,
bæði í Kvenfélaginu og þar annars staðar, er hún var til
kvödd. Frú Björg átti sæti í skólanefnd Húsmæðraskólans
að Staðarfelli um nokkurt skeið. Komu þar fram sem ann-
ars staðar hyggindi hennar og góðvild.
Ég átti því láni að fagna að eiga þau Túngarðshjón að
nágrönnum í hálfan annan áratug. Tókst fljótlega vinskap-
ur á milli heimila okkar og hefur haldizt síðan. Tel ég
kynni mín við þau hjón, Björgu og Magnús og börn þeirra
tilheyra því, er mér hefur orðið til gæfu í lífinu.
Mér er minnisstætt, er ég í fyrsta sinni sá Björgu Magn-