Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 68

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 68
ÓSCAR CLAUSEN: Sagnir og lausavísur úr Breiðafirði Björn blátönn. A höfuðbólinu Skarði á Skarðsströnd var alltaf fjöldi vinnumanna; bæði var jörðin erfið, þar sem fylgja henni fjöldi eyja, sem í er fuglatekja og selveiði, og svo áttu Skarðsmenn alltaf eitt eða tvö skip, sem þeir létu vinnu- menn sína róa haust og vor í Bjarneyjum og á vetrarver- tíðum undir Jökli. Einn vinnumanna Kristjáns kammerráðs á Skarði var Björn, sem kallaður var „blátönn“, og var hann á Skarði mestan hluta ævi sinnar. — Björn var for- maður á skipi kammerráðsins, í kaupstaðarferðum og á vertíðum undir Jökli, og var oft aflasæll. —- Hann var drykkjusvoli og mesti auli, en viðurnafn sitt fékk hann af því, að ein tönn í munni hans var svört eða mjög dökk. Skip það, sem Björn stýrði frá Skarði hét „Tuddi“ og um hann var þessi vísa kveðin: Björn hér snuddar burðasnar, burt með ruddalýðum, ýtir Tudda út á mar, oft í suddahríðum. Þegar Björn blátönn fór að eldast og gefa sig, varð hann þarfakarl á Skarði og var látinn bræða þar sellýsið, en af því var mikið á Skarði í þá daga. — Þá var þessi vísa kveðin: Mér hefur borizt sagan sönn, sízt þó neinn um varði,

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.