Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 73
BREIÐFIRÐINGUR
71
irnar undir Jökli og vestur í Oddbjarnarskeri, og hending-
ar úr henni eru jafnvel en ná vörum gamla fólksins.
Bóndakona með úr og hring.
Kona Einars gamla, sem var hafnsögumaður í Flatey
fyrstu áratugi síðustu aldar, hét Guðrún og var mesta
myndar- og skartkona. Einaa* var vel efnum búinn þegar
hann var á hezta skeiði, þó að hann að lokum yrði gustuka-
maður madömu Guðrúnar Magnúsdóttur á Ballará, þegar
liann var orðinn ellihrumur einstæðingur, og þar dó hann
1834. —
Það voru ekki nema ríkustu hefðarfrúr og prestsmadöm-
ur, sem í þá daga höfðu hring á hendi og úr í vasa, en
þetta hvoru tveggja hafði hafnsögumaðurinn í Flatey til-
lagt Guðrúnu konu sinni. — Þessi einstaki „luxus“ hefur
hneykslað almenning, og var því þessi vísa kveðin:
Mér líst Guðrún mesta þing,
mikið er sagt af henni,
á sér her hún úr og hring,
en á þó bóndamenni.
Síra Guðlaugur yrkir í hrakningum.
Síra Guðlaugur Guðmundsson faðir Jónasar skálds og
þeirra systkina, var prýðilega gáfaður maður og vel skáld-
mæltur.. Hann var af fátæku foreldri og áður en hann fór
í skóla, réri hann undir Jökli og var þá farinn að yrkja.
— Eitt sinn var hann háseti hjá Arna nokkrum formanni
í Keflavík og hrakti þá yfir þveran Breiðafjörð vestur á
Rauðasand. — Aftaka veður var og ekki sjáanlegt annað