Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 77

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 77
BUEIBTTirðxnGUR 75 við keksni. Þegar síra Guðmundur Einarsson var orðinn prestur vestur að Breiðabólsstað kvað Jónas þessa vísu: Skógstrendingum fénast flest, fremur eftir vonum, gaf þeim drottinn Guðmund prest, gjalda verður honum. „Stebbi danski". Stefán hét maður Pétursson og var á ýmsum stöðum við Breiðafjörð seinni hluta síðustu aldar. Hann var almennt kallaður „Stebbi danski“, og mun það hafa verið vegna þess að hann sló um sig dönskum slettum, sem hann hafði lært af dönskum sjóurum og sannaðist á honum að „auð- lærð er ill danska,“ og svo var hann auk þess mikill á lofti. — Hann var oft í vinnu hjá kaupmönnunum í Stykk- ishólmi, einkanlega þegar kaupskipin voru fermd og af- fermd. Einu sinni var hann að bera saltpoka upp bryggju í Hólminu, en datt í sjóinn með pokann. Þar var Páll Hjakalín nærstaddur, en hann átti það til að vera dálítið spaugsamur og kastaði hann þá fram þessum vísuhelming: Stebbi danski datt í sjó með defilstóran poka, en Oddur bóndi í Fagurey, sem ekki var þar langt undan, botnaði þannig: Mæðu kannske í mund sér dró Minnka fór um hroka. Bárður sterki og Bergur tröll. Fyrir og um miðja öldina, sem leið, bjuggu tveir afar- sterkir og hraustir menn í Eyrarsveit við Grundarfjörð.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.